Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 14:41 Það sýður á Haraldi eldfjallafræðingi en hann þekkir Ísland eins og lófann á sér. Vísir „Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira