Drápið sem gerði allt vitlaust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2015 14:30 Cecil geispar ekki framar. Vísir/AFP Dráp bandaríska tannlæknisins Walter James Palmer á ljóninu Cecil hefur vakið mikla athygli en hann er nú eftirlýstur af yfirvöldum í Zimbabwe. Búið er að handtaka leiðsögumann hans og landeiganda sem aðstoðaði við veiðina á Cecil. Eftir að málið vakti fyrst athygli hafa notendur á samfélagsmiðlum látið til sín taka.Hvað gerðist? Palmer og aðstoðarmenn hans lokkuðu Cecil út úr heimkynnum sínum í Hwange þjóðgarðinum í Zimbabwe þar sem ólöglegt er að veiða. Þeir freistuðu Cecil með því að festa dýrshræ við bíl á landareign fyrir utan þjóðgarðinn til þess að komast hjá veiðibanninu í garðinum. Þar skaut Palmer Cecil með lásboga en örinn særði aðeins dýrið. Við það hófst eltingarleikur sem stóð í 40 tíma en endaði með því að Palmer skaut Cecil með rifli. Cecil var svo afhöfðaður og fláður.Afhverju eru allir brjálaðir? Cecil var eitt frægasta ljón Afríku, helsta tákn og aðdráttarafl Hwange þjóðgarðsins í Zimbabwe. Cecil var sérstaklega vinsæll í Zimbawe, auðþekkjanlegur á sínum mikla svarta makka. Cecil var þó einnig vel þekktur utan landsteinanna. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem rannsökuðu vernd ljóna í Zimbabwe höfðu m.a. skoðað Cecil í rannsókn sinni. Einnig þykir aðferð Palmer og félaga við veiðina hafa verið ófyrirleitin en eins og fyrr sagði lokkuðu þeir Cecil úr vernduðum heimkynnum sínum. Löglegt er að veiða ljón í Zimbabwe en til þess þarf þó tilskilin leyfi. Yfirvöld í Zimbabwe telja að veiðimennirnir hafi ekki fengið þau leyfi sem til þarf og hafa handtekið leiðsögumanninn og landeigandann sem aðstoðaði við veiðina. Palmer er einnig eftirlýstur en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu. „Ég réði fagmenn til starfa til að aðstoða mig og þeir fengu öll leyfi sem til þar. Samkvæmt minni vitneskju var allt við ferð mína og það sem ég gerði í henni löglegt. Ég vissi ekki að ljónið sem ég veiddi hefði verið vel þekkt. Ég reiddi mig á þá þekkingu sem þeir heimamenn sem ég réði til að hjálpa mér bjuggu yfir“ sagði Palmer við Minnesota Star Tribune. Samstarfsmenn hans hafa einnig lýst yfir sakleysi sínu og segjast hafa verið með leyfi en Þjóðgarðsyfirvöld segja það ekki vera rétt.Hver urðu viðbrögðin? Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fljótlega varð nafn Walter James Palmer að trend-i á heimsvísu á samfélagsmiðlinum Twitter enda kepptust menn um að lýsa yfir vanþóknum á drápinu á Cecil og óhætt er að segja að Palmer sé óvinsælasti maður jarðarinnar um þessar mundir:It's not for food. It's not the shooting, or tin cans would do. It must just be the thrill of killing. Mental. http://t.co/0fjtXoC1ML— Ricky Gervais (@rickygervais) July 28, 2015Ohh the dentist "had no idea" the lion was famous. Because had he known, he would never have murdered it without asking for a selfie first.— olivia wilde (@oliviawilde) July 28, 2015 This #WalterPalmer is a poor excuse of a human being!— Cara Delevingne (@Caradelevingne) July 28, 2015 Dýraverndunarsamtökin PETA kölluðu hreinlega eftir því að Palmer yrði hengdur en fjölmargir notendur Twitter voru á svipuðu máli: (2/5): Because shooting #CecilTheLion in the park would have been illegal, he needs to be extradited, charged, &, preferably, hanged.— PETA (@peta) July 28, 2015 Truly. I'd put a cross bow bolt through Walter Palmer then track him from 40 hrs, shoot him, behead him, skin him and sleep peacefully.— hardeep singh kohli (@misterhsk) July 28, 2015 Menn voru ekki lengi að grafa upp að Palmer er mikill áhugamaður um veiðar á stórum dýrum í útrýmingarhættu:RIP #CecilTheLion and the many animals murdered for the pleasure of rich, egotistical, mentally ill trophy hunters. pic.twitter.com/v4iN8gwabh— Ulrich J van Vuuren (@UlrichJvV) July 28, 2015 Palmer rekur tannlæknastofu í bænum River Bluff í Minnesota en hún verið lokuð frá því að málið komst upp og búið er að negla fyrir alla glugga auk þess sem að syrgjendur Cecil hafa breytt stofunni í minnisvarða:Dental practice belonging to controversial big game hunter Walter Palmer completely locked down. All shades drawn. pic.twitter.com/opvzJp8ea9— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Can't make this up. Walter Palmer dental office morphed into makeshift memorial. Suppose #CecilTheLion in foreground pic.twitter.com/tW59sUuB3J— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Notendur samfélagsmiðla voru fljótir að láta til sín taka. Facebook-síða tannlæknastofunnar fylltist af reiðum dýravinum sem skildu eftir athugasemdir og myndir á hverju einasta snitti sem birt hafði verið á síðunni. Facebook-síðunni hefur nú verið lokað. Síða tannlæknastofunnar á umsagnarsíðunni Yelp fékk einnig að finna fyrir því en hver notandinn á fætur öðrum skildi eftir 5 stjörnu umsagnir þar sem Palmer og tannlæknastofa hans var rökkuð niður. Ef notandi gefur 5 stjörnu umsögn verður hún sýnilegri en ella. Forsvarsmenn Yelp hófust þó handa við að taka niður þessar umsagnir enda er það brot á notendaskilmálum síðunnar að skilja eftir umsagnir sem byggja á fréttaflutningi en ekki eiginlegri reynslu af viðskiptum við þann aðila sem umsögnin er um.Holy SHIT @Yelp is deleting the reviews of Dr. Palmer's practice at an impressive pace. (People keep reposting.) pic.twitter.com/ccQXnzbOQY— Scafe for CEO (@erinscafe) July 28, 2015 Í yfirlýsingu frá Yelp segir að „Umsagnir á Yelp þurfa að vera lýsing á reynslu neytenda, ekki eitthvað sem menn lesa um í fréttum. Notendaþjónusta okkar eyðir ummælum sem ekki uppfylla þessi viðmið okkar.“ Ekki er vitað hvar Palmer heldur sig þessa dagana en hann hefur ráðið þjónustu almannatengils til þess að glíma við þetta mál fyrir sig.The home of Dr. Walter Palmer. The big game hunter is not here. Not at work. Still looking... #CecilTheLion pic.twitter.com/Xv29nKTBaj— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #CecilTheLion og #WalterPalmer á Twitter. Tweets about #walterpalmer OR #cecilthelion Tengdar fréttir Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Dráp bandaríska tannlæknisins Walter James Palmer á ljóninu Cecil hefur vakið mikla athygli en hann er nú eftirlýstur af yfirvöldum í Zimbabwe. Búið er að handtaka leiðsögumann hans og landeiganda sem aðstoðaði við veiðina á Cecil. Eftir að málið vakti fyrst athygli hafa notendur á samfélagsmiðlum látið til sín taka.Hvað gerðist? Palmer og aðstoðarmenn hans lokkuðu Cecil út úr heimkynnum sínum í Hwange þjóðgarðinum í Zimbabwe þar sem ólöglegt er að veiða. Þeir freistuðu Cecil með því að festa dýrshræ við bíl á landareign fyrir utan þjóðgarðinn til þess að komast hjá veiðibanninu í garðinum. Þar skaut Palmer Cecil með lásboga en örinn særði aðeins dýrið. Við það hófst eltingarleikur sem stóð í 40 tíma en endaði með því að Palmer skaut Cecil með rifli. Cecil var svo afhöfðaður og fláður.Afhverju eru allir brjálaðir? Cecil var eitt frægasta ljón Afríku, helsta tákn og aðdráttarafl Hwange þjóðgarðsins í Zimbabwe. Cecil var sérstaklega vinsæll í Zimbawe, auðþekkjanlegur á sínum mikla svarta makka. Cecil var þó einnig vel þekktur utan landsteinanna. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem rannsökuðu vernd ljóna í Zimbabwe höfðu m.a. skoðað Cecil í rannsókn sinni. Einnig þykir aðferð Palmer og félaga við veiðina hafa verið ófyrirleitin en eins og fyrr sagði lokkuðu þeir Cecil úr vernduðum heimkynnum sínum. Löglegt er að veiða ljón í Zimbabwe en til þess þarf þó tilskilin leyfi. Yfirvöld í Zimbabwe telja að veiðimennirnir hafi ekki fengið þau leyfi sem til þarf og hafa handtekið leiðsögumanninn og landeigandann sem aðstoðaði við veiðina. Palmer er einnig eftirlýstur en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu. „Ég réði fagmenn til starfa til að aðstoða mig og þeir fengu öll leyfi sem til þar. Samkvæmt minni vitneskju var allt við ferð mína og það sem ég gerði í henni löglegt. Ég vissi ekki að ljónið sem ég veiddi hefði verið vel þekkt. Ég reiddi mig á þá þekkingu sem þeir heimamenn sem ég réði til að hjálpa mér bjuggu yfir“ sagði Palmer við Minnesota Star Tribune. Samstarfsmenn hans hafa einnig lýst yfir sakleysi sínu og segjast hafa verið með leyfi en Þjóðgarðsyfirvöld segja það ekki vera rétt.Hver urðu viðbrögðin? Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fljótlega varð nafn Walter James Palmer að trend-i á heimsvísu á samfélagsmiðlinum Twitter enda kepptust menn um að lýsa yfir vanþóknum á drápinu á Cecil og óhætt er að segja að Palmer sé óvinsælasti maður jarðarinnar um þessar mundir:It's not for food. It's not the shooting, or tin cans would do. It must just be the thrill of killing. Mental. http://t.co/0fjtXoC1ML— Ricky Gervais (@rickygervais) July 28, 2015Ohh the dentist "had no idea" the lion was famous. Because had he known, he would never have murdered it without asking for a selfie first.— olivia wilde (@oliviawilde) July 28, 2015 This #WalterPalmer is a poor excuse of a human being!— Cara Delevingne (@Caradelevingne) July 28, 2015 Dýraverndunarsamtökin PETA kölluðu hreinlega eftir því að Palmer yrði hengdur en fjölmargir notendur Twitter voru á svipuðu máli: (2/5): Because shooting #CecilTheLion in the park would have been illegal, he needs to be extradited, charged, &, preferably, hanged.— PETA (@peta) July 28, 2015 Truly. I'd put a cross bow bolt through Walter Palmer then track him from 40 hrs, shoot him, behead him, skin him and sleep peacefully.— hardeep singh kohli (@misterhsk) July 28, 2015 Menn voru ekki lengi að grafa upp að Palmer er mikill áhugamaður um veiðar á stórum dýrum í útrýmingarhættu:RIP #CecilTheLion and the many animals murdered for the pleasure of rich, egotistical, mentally ill trophy hunters. pic.twitter.com/v4iN8gwabh— Ulrich J van Vuuren (@UlrichJvV) July 28, 2015 Palmer rekur tannlæknastofu í bænum River Bluff í Minnesota en hún verið lokuð frá því að málið komst upp og búið er að negla fyrir alla glugga auk þess sem að syrgjendur Cecil hafa breytt stofunni í minnisvarða:Dental practice belonging to controversial big game hunter Walter Palmer completely locked down. All shades drawn. pic.twitter.com/opvzJp8ea9— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Can't make this up. Walter Palmer dental office morphed into makeshift memorial. Suppose #CecilTheLion in foreground pic.twitter.com/tW59sUuB3J— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Notendur samfélagsmiðla voru fljótir að láta til sín taka. Facebook-síða tannlæknastofunnar fylltist af reiðum dýravinum sem skildu eftir athugasemdir og myndir á hverju einasta snitti sem birt hafði verið á síðunni. Facebook-síðunni hefur nú verið lokað. Síða tannlæknastofunnar á umsagnarsíðunni Yelp fékk einnig að finna fyrir því en hver notandinn á fætur öðrum skildi eftir 5 stjörnu umsagnir þar sem Palmer og tannlæknastofa hans var rökkuð niður. Ef notandi gefur 5 stjörnu umsögn verður hún sýnilegri en ella. Forsvarsmenn Yelp hófust þó handa við að taka niður þessar umsagnir enda er það brot á notendaskilmálum síðunnar að skilja eftir umsagnir sem byggja á fréttaflutningi en ekki eiginlegri reynslu af viðskiptum við þann aðila sem umsögnin er um.Holy SHIT @Yelp is deleting the reviews of Dr. Palmer's practice at an impressive pace. (People keep reposting.) pic.twitter.com/ccQXnzbOQY— Scafe for CEO (@erinscafe) July 28, 2015 Í yfirlýsingu frá Yelp segir að „Umsagnir á Yelp þurfa að vera lýsing á reynslu neytenda, ekki eitthvað sem menn lesa um í fréttum. Notendaþjónusta okkar eyðir ummælum sem ekki uppfylla þessi viðmið okkar.“ Ekki er vitað hvar Palmer heldur sig þessa dagana en hann hefur ráðið þjónustu almannatengils til þess að glíma við þetta mál fyrir sig.The home of Dr. Walter Palmer. The big game hunter is not here. Not at work. Still looking... #CecilTheLion pic.twitter.com/Xv29nKTBaj— Paul Blume (@PaulBlume_FOX9) July 28, 2015 Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #CecilTheLion og #WalterPalmer á Twitter. Tweets about #walterpalmer OR #cecilthelion
Tengdar fréttir Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23