Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:03 „Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“ Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
„Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“
Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira