"Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:10 Björg Thorarensen er prófessor í stjórnskipunarrétti. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47