Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær en Maciej kemur frá Njarðvík þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki síðustu ár.
Hann þekkir vel til Einars Árna Jóhannssonar sem var lengi þjálfari Njarðvíkur, uppeldisfélags Maciej. Maciej er 21 árs gamall og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.
Hann spilaði í alls 31 leik í vetur og var með að meðaltali 12,3 stig á 28 mínútum í leik.