Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 21:27 Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga. Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga.
Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15