Varamennirnir breyttu öllu fyrir enska liðið í sigri á Wales | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 14:45 Daniel Sturridge fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira