Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti 2. júlí 2016 21:45 Özil fagnar marki sínu. vísir/epa Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira