Það var búist við því að Tim Duncan myndi leggja skóna á hilluna en það varð þó ekki endanlega ljóst fyrr en hann gaf út tilkynningu um það í dag.
Síðasti leikurinn hans Duncan á ferlinum var tap í leik sex á móti Oklahoma City Thunder 12. maí síðastliðinn. Hann var með 19 stig og 5 fráköst í lokaleiknum.
Tim Duncan varð fimm sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs og var fimmtán sinnum valinn í stjörnuleik deildarinnar.
Tim Duncan og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs allan feril Duncan, unnu saman 1001 leik í NBA-deildinni sem er met. San Antonio vann aldrei undir 60 prósent leikja sinn á nítján tímabilum Tim Duncan með Spurs.
Duncan var valinn besti maður úrslitanna í þremur fyrstu titlum Spurs, 1999, 2003 og 2005 en hann var kominn í minna hlutverk á síðustu tímabilum sínum með liðinu.
San Antonio Spurs valdi Tim Duncan númer eitt í nýliðavalinu 1997 og hann var kosinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili. Hann varð meistari í fyrsta sinn á sínu öðru tímabili og síðasta titilinn vann hann á sínu sautjánda tímabili sumarið 2014.
Tim Duncan endar ferilinn með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,2 varin skot að meðaltali í leik. Hann er fjórtándi stigahæsti frá upphafi (26,496), sjötti í fráköstum (15,091) og fimmti í vörðum skotum (3,020).
Tim Duncan var frábær varnarmaður og var átta sinnum kosinn í besta varnarlið ársins.
After 19 seasons, Tim Duncan announces retirement » https://t.co/kQimgv8oIB#ThankYouTD pic.twitter.com/aLua8MRZtS
— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016
#ThankYouTD, for everything.https://t.co/tsjN4go8Rk
— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016
Here's a look at Tim Duncan's career achievements pic.twitter.com/OgyIMXNkVh
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 11, 2016
Tim Duncan is the only player in league history to start and win a title in three different decades. pic.twitter.com/pqR8u7129I
— SportsCenter (@SportsCenter) July 11, 2016
Tim Duncan has called it a career.
— CBS Sports (@CBSSports) July 11, 2016
And what an incredible career it was. pic.twitter.com/nVR3nwf4Y4