Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Þór/KA 0-1 | Varamaðurinn tryggði Þór/KA níunda sigurinn í röð | Sjáðu markið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2017 20:45 Þór/KA styrkja stöðu sína á toppi Pepsi deildar kvenna með baráttusigri, 1-0, á sterku liði FH. Þær sitja með fullt hús stiga þegar mótið er hálfnað og það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Íslandsmeistaratitillinn endi á Akureyri. FH stelpur mættu sterkari til leiks og voru mjög ákafar á fyrstu mínútum leiksins. Þær náðu þó ekki að skapa sér mikið og Þór/KA komust ágætlega inn í leikinn þegar líða fór á hálfleikinn. Staðan var markalaus í hálfleik, nokkuð sanngjörn staða. Seinni hálfleikurinn fór svipað af stað og sá fyrri, heimakonur í FH mættu ferskari út úr klefanum án þess þó að ná að búa sér til nein hættuleg færi. FH náði að halda góðri pressu á Akureyringa út seinni hálfleikinn, en á lokamínútunum skoraði varamaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir laglegt mark fyrir Þór/KA eftir flott uppspil. Karen María kom inn á á 87. mínútu, aðeins tveimur mínútum áður en hún skoraði sigurmarkið. Þessi unga stúlka er fædd árið 2001 og var þetta aðeins þriðji leikurinn sem hún kemur við sögu hjá Þór/KA. Glæsileg byrjun hjá stúlkunni.Af hverju vann Þór/KA?Það virðist ekkert geta stöðvað norðanstelpur. Þær eru nú búnar að spila við öll liðin í deildinni þegar níu umferðum er lokið, og hafa farið með sigur úr þeim öllum. Þær voru ekki sterkari aðilinn í þessum leik í dag, en þær höfðu gæðin til þess að klára að minnsta kosti eitt færi, og það skildi liðin að í dag.Hverjir stóðu upp úr?Allt lið FH spilaði leikinn mjög vel. Helena Ósk Hálfdánardóttir var mjög dugleg fram á við fyrir Hafnfirðinga, var sífellt í boltanum að leita sér að færum. Sama á við um Nadíu Atladóttur sem átti góðan leik áður en henni var skipt út af í seinni hálfleik. Þá átti varamaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fína innkomu inn í sókn FH-inga og öll varnarlínan réð vel við flest allar aðgerðir Þór/KA. Hjá gestunum var Anna Rakel Pétursdóttir atkvæðamikil fram á við og Zaneta Wyne lét finna vel fyrir sér á miðsvæðinu.Hvað gekk illa?Sandra María Jessen var lítið sjáanleg í þessum leik og sama má segja um nöfnu hennar Söndru Mayor. Eftir svakalegan markaleik í síðustu umferð náði sóknarlína Þórs/KA ekki að skapa sér neitt í Krikanum í dag. Báðum liðum gekk illa að koma sér í færi, má vera að veðrið hafi sett sitt strik á leik liðanna hér í dag, rok og rigning í Hafnarfirðinum.Hvað gerist næst?FH taka á móti Breiðabliki í Kaplakrika eftir viku, þriðjudaginn 27. júní. Blikar sitja í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, og mega lítið við að missa af stigum ætli þær sér að halda í við Þór/KA. Fyrri leikur liðanna í deildinni fór 1-0 á Kópavogsvelli í fyrstu umferðinni. Þór/KA á fyrir höndum erfiðan bikarleik við Stjörnuna á útivelli á föstudaginn. Næsti deildarleikur verður svo einnig á útivelli þegar þær fara í Hlíðarenda 27. júní. Valsstúlkur voru fyrir þessa umferð í fimmta sæti með 15 stig. Fyrri leikur liðanna í sumar fór 1-0 á Akureyri.Orri Þórðar: Sárgrætilegt að fá ekki neitt út úr leiknum„Stoltur af frammistöðunni hjá stelpunum, en stórgrátlegt að tapa þessum leik“ voru fyrstu viðbrögð Orra Þórðarsonar, þjálfara FH. „Mér fannst við, sérstaklega í seinni hálfleik, mun sterkara liðið. Ég var eiginlega að vonast eftir sigurmarki, en svona er þetta stundum. Þær fengu þarna hálffæri sem þær gerðu að góðum skalla“ bætir hann við. Það var allt annað að sjá liðið frá í síðasta leik og var Orri mjög ánægður með hugarfarið og fannst sitt lið hafa staðið sig mjög vel á móti toppliðinu. Frammistaðan í kvöld sýndi að þetta FH lið getur unnið hvern sem er og er Orri vel stemmdur í næsta leik. Donni og hans stelpur eru með fullt hús stiga á toppnum.vísir/ernirHalldór Jón: FH átti ekki skilið að tapaÞjálfari Þór/KA, Halldór Jón Sigurðsson, var að vonum ánægður eftir leikinn. Honum fannst FH hafa spilað þennan leik mjög vel og fannst þær eiga skilið að fá eitthvað út úr þessum leik, en var ánægður með sínar stelpur að hafa náð að knýja fram sigurinn. „Maður á alltaf skilið 3 stig, það er ekki hægt að taka það af okkur að við gáfum allt í leikinn og vorum enn þá að sækja. Að sjálfsögðu eigum við skilið að fá eitthvað út úr leiknum fyrst við kláruðum hann. Að sama skapi fannst mér að FH ætti ekki skilið að tapa“ sagði Halldór. Hann bætti svo við að það væri ekkert lið að fara að stoppa Þór/KA í baráttunni um titilinn. vísir/ernirOrri var ánægður með frammistöðu FH í kvöld.vísir/ernirvísir/ernir Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA styrkja stöðu sína á toppi Pepsi deildar kvenna með baráttusigri, 1-0, á sterku liði FH. Þær sitja með fullt hús stiga þegar mótið er hálfnað og það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Íslandsmeistaratitillinn endi á Akureyri. FH stelpur mættu sterkari til leiks og voru mjög ákafar á fyrstu mínútum leiksins. Þær náðu þó ekki að skapa sér mikið og Þór/KA komust ágætlega inn í leikinn þegar líða fór á hálfleikinn. Staðan var markalaus í hálfleik, nokkuð sanngjörn staða. Seinni hálfleikurinn fór svipað af stað og sá fyrri, heimakonur í FH mættu ferskari út úr klefanum án þess þó að ná að búa sér til nein hættuleg færi. FH náði að halda góðri pressu á Akureyringa út seinni hálfleikinn, en á lokamínútunum skoraði varamaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir laglegt mark fyrir Þór/KA eftir flott uppspil. Karen María kom inn á á 87. mínútu, aðeins tveimur mínútum áður en hún skoraði sigurmarkið. Þessi unga stúlka er fædd árið 2001 og var þetta aðeins þriðji leikurinn sem hún kemur við sögu hjá Þór/KA. Glæsileg byrjun hjá stúlkunni.Af hverju vann Þór/KA?Það virðist ekkert geta stöðvað norðanstelpur. Þær eru nú búnar að spila við öll liðin í deildinni þegar níu umferðum er lokið, og hafa farið með sigur úr þeim öllum. Þær voru ekki sterkari aðilinn í þessum leik í dag, en þær höfðu gæðin til þess að klára að minnsta kosti eitt færi, og það skildi liðin að í dag.Hverjir stóðu upp úr?Allt lið FH spilaði leikinn mjög vel. Helena Ósk Hálfdánardóttir var mjög dugleg fram á við fyrir Hafnfirðinga, var sífellt í boltanum að leita sér að færum. Sama á við um Nadíu Atladóttur sem átti góðan leik áður en henni var skipt út af í seinni hálfleik. Þá átti varamaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fína innkomu inn í sókn FH-inga og öll varnarlínan réð vel við flest allar aðgerðir Þór/KA. Hjá gestunum var Anna Rakel Pétursdóttir atkvæðamikil fram á við og Zaneta Wyne lét finna vel fyrir sér á miðsvæðinu.Hvað gekk illa?Sandra María Jessen var lítið sjáanleg í þessum leik og sama má segja um nöfnu hennar Söndru Mayor. Eftir svakalegan markaleik í síðustu umferð náði sóknarlína Þórs/KA ekki að skapa sér neitt í Krikanum í dag. Báðum liðum gekk illa að koma sér í færi, má vera að veðrið hafi sett sitt strik á leik liðanna hér í dag, rok og rigning í Hafnarfirðinum.Hvað gerist næst?FH taka á móti Breiðabliki í Kaplakrika eftir viku, þriðjudaginn 27. júní. Blikar sitja í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, og mega lítið við að missa af stigum ætli þær sér að halda í við Þór/KA. Fyrri leikur liðanna í deildinni fór 1-0 á Kópavogsvelli í fyrstu umferðinni. Þór/KA á fyrir höndum erfiðan bikarleik við Stjörnuna á útivelli á föstudaginn. Næsti deildarleikur verður svo einnig á útivelli þegar þær fara í Hlíðarenda 27. júní. Valsstúlkur voru fyrir þessa umferð í fimmta sæti með 15 stig. Fyrri leikur liðanna í sumar fór 1-0 á Akureyri.Orri Þórðar: Sárgrætilegt að fá ekki neitt út úr leiknum„Stoltur af frammistöðunni hjá stelpunum, en stórgrátlegt að tapa þessum leik“ voru fyrstu viðbrögð Orra Þórðarsonar, þjálfara FH. „Mér fannst við, sérstaklega í seinni hálfleik, mun sterkara liðið. Ég var eiginlega að vonast eftir sigurmarki, en svona er þetta stundum. Þær fengu þarna hálffæri sem þær gerðu að góðum skalla“ bætir hann við. Það var allt annað að sjá liðið frá í síðasta leik og var Orri mjög ánægður með hugarfarið og fannst sitt lið hafa staðið sig mjög vel á móti toppliðinu. Frammistaðan í kvöld sýndi að þetta FH lið getur unnið hvern sem er og er Orri vel stemmdur í næsta leik. Donni og hans stelpur eru með fullt hús stiga á toppnum.vísir/ernirHalldór Jón: FH átti ekki skilið að tapaÞjálfari Þór/KA, Halldór Jón Sigurðsson, var að vonum ánægður eftir leikinn. Honum fannst FH hafa spilað þennan leik mjög vel og fannst þær eiga skilið að fá eitthvað út úr þessum leik, en var ánægður með sínar stelpur að hafa náð að knýja fram sigurinn. „Maður á alltaf skilið 3 stig, það er ekki hægt að taka það af okkur að við gáfum allt í leikinn og vorum enn þá að sækja. Að sjálfsögðu eigum við skilið að fá eitthvað út úr leiknum fyrst við kláruðum hann. Að sama skapi fannst mér að FH ætti ekki skilið að tapa“ sagði Halldór. Hann bætti svo við að það væri ekkert lið að fara að stoppa Þór/KA í baráttunni um titilinn. vísir/ernirOrri var ánægður með frammistöðu FH í kvöld.vísir/ernirvísir/ernir
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti