Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 13:18 Paolo Macchiarini framkvæmdi á sínum tíma plastbarkaígræðslur á sjúklingum. Vísir/AFP Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13