#WelcomeMendypic.twitter.com/ALwDfxCHBx
— Real Madrid C.F.(@realmadrid) June 12, 2019
Talið er að Real Madrid borgi rúmar 47 milljónir punda fyrir Mendy sem skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hann verður formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid á miðvikudaginn í næstu viku.
Mendy, sem er 24 ára, var tvö ár í herbúðum Lyon en hann kom til félagsins frá Le Havre 2017. Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland.
Eftir vonbrigði síðasta tímabils hefur Real Madrid farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum.
Auk Mendy hefur Real Madrid keypt Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao og Rodrygo Goes í sumar.
Real Madrid making moves for next seasonpic.twitter.com/poLvehA0fC
— B/R Football (@brfootball) June 12, 2019