Fréttir Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Innlent 20.10.2024 20:57 Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. Innlent 20.10.2024 19:52 Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar síðdegis. Innlent 20.10.2024 19:15 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. Innlent 20.10.2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Innlent 20.10.2024 18:12 Ásmundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og framboðslistar Sjálfstæðisflokksins Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum. Innlent 20.10.2024 18:10 Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar á fjórða tímanum í dag. Innlent 20.10.2024 16:40 Þau taka þátt í prófkjöri Pírata Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði. Innlent 20.10.2024 16:29 Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 20.10.2024 16:18 Samþykktu framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur einróma samþykkt framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun leiða listann en Birgir Þórarinsson þingmaður skipar heiðursæti listans. Innlent 20.10.2024 16:04 Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. Innlent 20.10.2024 16:01 Jens í fyrsta og Njáll Trausti í öðru Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis í lok nóvember mánaðar. Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021. Innlent 20.10.2024 15:32 Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 20.10.2024 15:23 Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Innlent 20.10.2024 15:15 Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Innlent 20.10.2024 14:44 Sanna leiðir lista Sósíalistaflokks í Reykjavík suður Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Frá því greinir Sanna í tilkynningu á Facebook. Innlent 20.10.2024 14:39 Ingveldur skákaði tveimur sitjandi þingmönnum Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Innlent 20.10.2024 14:29 Guðrún oddviti og Vilhjálmur í öðru sæti í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason skipar annað sætið. Jens Garðar Helgason mun leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi Innlent 20.10.2024 14:15 Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Innlent 20.10.2024 14:03 Teitur dregur oddvitaframboðið til baka Teitur Björn Einarsson hefur dregið framboð sitt um oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til baka og sækist þess í stað eftir öðru sæti. Innlent 20.10.2024 14:03 Flutningurinn góður fyrir Framsókn en slæmur fyrir Sjálfstæðisflokk Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðaherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir það afar stór tíðindi á hægri væng stjórnmála að Sigríður Andersen fyrrverandi ráðherra sé gengið til liðs við Miðflokkinn. Þó svo að Sigríður segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn þá sé hún að gera það. Innlent 20.10.2024 14:00 Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Innlent 20.10.2024 13:39 Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. Innlent 20.10.2024 13:34 Úrslitastund í troðfullri Valhöll Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Innlent 20.10.2024 13:08 Þrír táningar létust í bílslysi í Svíþjóð Þrír ungir piltar – tveir ára og einn sautján – eru látnir eftir að bílslys varð skammt frá Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Átján ára stúlka slasaðist einnig lífshættulega í slysinu. Erlent 20.10.2024 12:59 Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. Innlent 20.10.2024 12:33 Útiloka ekki samstarf en segja málefnin skipta mestu máli Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Innlent 20.10.2024 12:14 Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Miðflokkinn Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum. Innlent 20.10.2024 11:47 Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Innlent 20.10.2024 11:41 Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. Innlent 20.10.2024 11:38 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 334 ›
Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Innlent 20.10.2024 20:57
Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. Innlent 20.10.2024 19:52
Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar síðdegis. Innlent 20.10.2024 19:15
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. Innlent 20.10.2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Innlent 20.10.2024 18:12
Ásmundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og framboðslistar Sjálfstæðisflokksins Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum. Innlent 20.10.2024 18:10
Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar á fjórða tímanum í dag. Innlent 20.10.2024 16:40
Þau taka þátt í prófkjöri Pírata Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði. Innlent 20.10.2024 16:29
Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 20.10.2024 16:18
Samþykktu framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur einróma samþykkt framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun leiða listann en Birgir Þórarinsson þingmaður skipar heiðursæti listans. Innlent 20.10.2024 16:04
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. Innlent 20.10.2024 16:01
Jens í fyrsta og Njáll Trausti í öðru Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis í lok nóvember mánaðar. Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021. Innlent 20.10.2024 15:32
Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 20.10.2024 15:23
Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Innlent 20.10.2024 15:15
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Innlent 20.10.2024 14:44
Sanna leiðir lista Sósíalistaflokks í Reykjavík suður Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Frá því greinir Sanna í tilkynningu á Facebook. Innlent 20.10.2024 14:39
Ingveldur skákaði tveimur sitjandi þingmönnum Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Innlent 20.10.2024 14:29
Guðrún oddviti og Vilhjálmur í öðru sæti í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason skipar annað sætið. Jens Garðar Helgason mun leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi Innlent 20.10.2024 14:15
Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Innlent 20.10.2024 14:03
Teitur dregur oddvitaframboðið til baka Teitur Björn Einarsson hefur dregið framboð sitt um oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til baka og sækist þess í stað eftir öðru sæti. Innlent 20.10.2024 14:03
Flutningurinn góður fyrir Framsókn en slæmur fyrir Sjálfstæðisflokk Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðaherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir það afar stór tíðindi á hægri væng stjórnmála að Sigríður Andersen fyrrverandi ráðherra sé gengið til liðs við Miðflokkinn. Þó svo að Sigríður segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn þá sé hún að gera það. Innlent 20.10.2024 14:00
Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Innlent 20.10.2024 13:39
Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. Innlent 20.10.2024 13:34
Úrslitastund í troðfullri Valhöll Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Innlent 20.10.2024 13:08
Þrír táningar létust í bílslysi í Svíþjóð Þrír ungir piltar – tveir ára og einn sautján – eru látnir eftir að bílslys varð skammt frá Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Átján ára stúlka slasaðist einnig lífshættulega í slysinu. Erlent 20.10.2024 12:59
Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. Innlent 20.10.2024 12:33
Útiloka ekki samstarf en segja málefnin skipta mestu máli Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Innlent 20.10.2024 12:14
Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Miðflokkinn Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum. Innlent 20.10.2024 11:47
Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Innlent 20.10.2024 11:41
Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. Innlent 20.10.2024 11:38