Fréttir

Sjö eldis­laxar fundist í fjórum ám

Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar.

Innlent

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 

Innlent

Hefur þekkt soninn lengur en ráð­herrann

Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni.

Innlent

Sviptir Harris vernd

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi eldri forsetatilskipun Joes Biden, forvera síns, um að lífverðir forsetans verji Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóðanda Trumps. Varnir hennar höfðu verið framlengdar af Joe Biden.

Erlent

Stærsta geimfyrirtæki Rúss­lands á vonar­völ

Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg.

Erlent

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn”

Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp.

Innlent

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA.

Erlent

Shinawatra bolað úr em­bætti

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“.

Erlent

Lögðu hald á snák eftir al­var­lega líkams­á­rás

Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. 

Innlent

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

Innlent

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. 

Innlent