Fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Innlent 29.8.2025 15:52 Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar. Innlent 29.8.2025 15:18 Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Starfsmaður Héraðssaksóknara, sem unnið mun hafa hjá embættinu í meira en áratug, er sagður með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða. Sá hafi verið kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi í sumar. Innlent 29.8.2025 14:35 Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Innlent 29.8.2025 14:13 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Innlent 29.8.2025 14:03 Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49 Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45 Sviptir Harris vernd Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi eldri forsetatilskipun Joes Biden, forvera síns, um að lífverðir forsetans verji Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóðanda Trumps. Varnir hennar höfðu verið framlengdar af Joe Biden. Erlent 29.8.2025 13:26 Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 29.8.2025 13:21 Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Innlent 29.8.2025 13:03 Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Erlent 29.8.2025 12:11 Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. Innlent 29.8.2025 12:00 Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57 Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.8.2025 11:49 Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa komið farsíma fyrir á baðherbergi á heimili sínu og tekið upp myndskeið af konum án þeirra vitundar. Innlent 29.8.2025 11:34 „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp. Innlent 29.8.2025 11:24 Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. Innlent 29.8.2025 10:38 Afhjúpaði eigin njósnara á X Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA. Erlent 29.8.2025 10:36 Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31 Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58 Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. Erlent 29.8.2025 09:53 Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Innlent 29.8.2025 09:41 Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar. Erlent 29.8.2025 09:38 Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29.8.2025 09:35 „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Innlent 29.8.2025 09:28 Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Innlent 29.8.2025 08:31 Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Skoski þingmaðurinn Colin Smyth hefur verið ákærður fyrir að koma falinni myndavél fyrir á salerni í skoska þinginu. Fyrr í mánuðinum var Smyth handtekinn fyrir að vera með ósæmilegt myndefni af börnum í fórum sér. Erlent 29.8.2025 08:15 Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu. Innlent 29.8.2025 07:34 Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. Innlent 29.8.2025 07:24 Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29.8.2025 07:18 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Innlent 29.8.2025 15:52
Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar. Innlent 29.8.2025 15:18
Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Starfsmaður Héraðssaksóknara, sem unnið mun hafa hjá embættinu í meira en áratug, er sagður með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða. Sá hafi verið kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi í sumar. Innlent 29.8.2025 14:35
Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Innlent 29.8.2025 14:13
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Innlent 29.8.2025 14:03
Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49
Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45
Sviptir Harris vernd Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi eldri forsetatilskipun Joes Biden, forvera síns, um að lífverðir forsetans verji Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóðanda Trumps. Varnir hennar höfðu verið framlengdar af Joe Biden. Erlent 29.8.2025 13:26
Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 29.8.2025 13:21
Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Innlent 29.8.2025 13:03
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Erlent 29.8.2025 12:11
Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. Innlent 29.8.2025 12:00
Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57
Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.8.2025 11:49
Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa komið farsíma fyrir á baðherbergi á heimili sínu og tekið upp myndskeið af konum án þeirra vitundar. Innlent 29.8.2025 11:34
„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp. Innlent 29.8.2025 11:24
Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. Innlent 29.8.2025 10:38
Afhjúpaði eigin njósnara á X Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA. Erlent 29.8.2025 10:36
Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31
Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58
Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. Erlent 29.8.2025 09:53
Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Innlent 29.8.2025 09:41
Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar. Erlent 29.8.2025 09:38
Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29.8.2025 09:35
„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Innlent 29.8.2025 09:28
Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Innlent 29.8.2025 08:31
Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Skoski þingmaðurinn Colin Smyth hefur verið ákærður fyrir að koma falinni myndavél fyrir á salerni í skoska þinginu. Fyrr í mánuðinum var Smyth handtekinn fyrir að vera með ósæmilegt myndefni af börnum í fórum sér. Erlent 29.8.2025 08:15
Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu. Innlent 29.8.2025 07:34
Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. Innlent 29.8.2025 07:24
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29.8.2025 07:18