Fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Innlent 15.3.2025 19:22 Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Erlent 15.3.2025 18:22 Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12 „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Erlent 15.3.2025 16:28 Hundrað manns ræddu umhverfismálin Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar. Innlent 15.3.2025 14:42 Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Erlent 15.3.2025 14:38 Rannsókninni miðar vel áfram Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur. Innlent 15.3.2025 13:21 Svört skýrsla komi ekki á óvart Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Innlent 15.3.2025 12:54 Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Innlent 15.3.2025 12:17 Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Erlent 15.3.2025 11:54 Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.3.2025 11:46 Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Erlent 15.3.2025 11:24 Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Innlent 15.3.2025 11:08 Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Innlent 15.3.2025 10:10 Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Maður sem var stunginn í átökum tveggja gengja viðurkennir að vera sjálfur ekki alsaklaus. Hann og vinir hans hafi gert sig líklega til að ganga í skrokk á öðrum manni sem brást við árásinni með hníf á lofti. Sá er ákærður fyrir stunguárás sem reyndist lífshættuleg. Innlent 15.3.2025 10:04 Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15.3.2025 09:59 Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37 Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Erlent 15.3.2025 08:50 Mikið slegist í miðbænum Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun. Innlent 15.3.2025 08:10 Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Erlent 15.3.2025 07:47 „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Innlent 14.3.2025 22:33 Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14.3.2025 21:46 Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Innlent 14.3.2025 21:22 Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Innlent 14.3.2025 20:49 Best að sleppa áfenginu alveg Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Innlent 14.3.2025 20:33 Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Vígslu síðasta rampsins í verkefninu Römpum upp Ísland var fagnað fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag um leið og efnt var til uppskeruhátíðar í Hátíðasal skólans vegna tímamótanna. Innlent 14.3.2025 20:26 Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49 Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. Innlent 14.3.2025 19:07 Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Innlent 15.3.2025 19:22
Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Erlent 15.3.2025 18:22
Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12
„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Erlent 15.3.2025 16:28
Hundrað manns ræddu umhverfismálin Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar. Innlent 15.3.2025 14:42
Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Erlent 15.3.2025 14:38
Rannsókninni miðar vel áfram Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur. Innlent 15.3.2025 13:21
Svört skýrsla komi ekki á óvart Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Innlent 15.3.2025 12:54
Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Innlent 15.3.2025 12:17
Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Erlent 15.3.2025 11:54
Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.3.2025 11:46
Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Erlent 15.3.2025 11:24
Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Innlent 15.3.2025 11:08
Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Innlent 15.3.2025 10:10
Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Maður sem var stunginn í átökum tveggja gengja viðurkennir að vera sjálfur ekki alsaklaus. Hann og vinir hans hafi gert sig líklega til að ganga í skrokk á öðrum manni sem brást við árásinni með hníf á lofti. Sá er ákærður fyrir stunguárás sem reyndist lífshættuleg. Innlent 15.3.2025 10:04
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15.3.2025 09:59
Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37
Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Erlent 15.3.2025 08:50
Mikið slegist í miðbænum Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun. Innlent 15.3.2025 08:10
Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Erlent 15.3.2025 07:47
„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Innlent 14.3.2025 22:33
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14.3.2025 21:46
Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Innlent 14.3.2025 21:22
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Innlent 14.3.2025 20:49
Best að sleppa áfenginu alveg Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Innlent 14.3.2025 20:33
Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Vígslu síðasta rampsins í verkefninu Römpum upp Ísland var fagnað fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag um leið og efnt var til uppskeruhátíðar í Hátíðasal skólans vegna tímamótanna. Innlent 14.3.2025 20:26
Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49
Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. Innlent 14.3.2025 19:07
Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08