Fréttir

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 

Innlent

Á leið í gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja.

Innlent

Líf­seigir skaflar á á­byrgð eig­enda

Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama.

Innlent

Nokkrir tugir sem hafa dvalar­leyfi á Ís­landi enn fastir á Gasa

Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki.

Innlent

Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæslu­varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra.

Innlent

Ekki hlustað á starfs­menn í mörg ár

Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair.

Innlent

Haley hættir við

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hinar viðamiklu aðgerðir sem lögreglan og fleiri stofnanir réðust í í gær vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. 

Innlent

Leggja til ýmsar breytingar á aug­lýsinga­sölu RÚV

Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga.

Innlent

Björg­vin Gísla­son látinn

Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma.

Innlent

Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið

Svo virðist sem rússneskir hermenn hafi loks náð að granda M142 HIMARS-eldflaugakerfi í Úkraínu. Í það minnsta gerðist það í fyrsta sinn í gær að Rússar birtu myndband af vel heppnaðri árás þar sem sjá má HIMARS-kerfi grandað.

Erlent

Adda Rúna nýr skrif­stofu­stjóri menningar­borgar

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Adda Rúna, hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra menningarborgar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst í október síðastliðnum og sóttu þrjátíu manns um starfið.

Innlent

Að­gerðum lauk í kringum mið­nætti

Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórn­ar­lömb meints man­sals hafa verið virkjuð. 

Innlent