
Enski boltinn

Unai Emery býst við miklu af Rashford
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa og gæti spilað sinn frysta leik í enska bikarnum á sunnudaginn.

Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City
Manchester City vonast greinilega eftir því að geta notað spænska miðjumanninn Rodri á þessu tímabili.

Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley
Liverpool vann öruggan 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum á Anfield í gærkvöld. Liverpool vann einvígið samanlagt 4-1.

„Félagið setur mig í skítastöðu“
Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun.

Spilaði leik með sirloin steik í skónum
James Collins, fyrrum varnarmaður Aston Villa og West Ham, hefur greint frá sérkennilegri nálgun á ristarmeiðsli sem plöguðu hann eitt sinn á hans ferli.

Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“
Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar.

Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu
Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í byrjun vikunnar og eitt af þeim liðum sem eyddu engu í honum var Liverpool. Þegar tveir síðustu gluggar eru teknir saman þá kemur athyglisverð staðreynd í ljós.

Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag
Anthony Elanga er ein af ástæðunum fyrir því að Nottingham Forest hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann er líka vinsæll í Nottingham-skíri og veit af því.

„Þeir voru of góðir fyrir okkur“
Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Liverpool liðinu eftir að Tottenham tapaði 4-1 á móti Liverpool í undanúrslitaleik enska deildabikarsins i kvöld.

Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs
Liverpool tryggði sér i kvöld sæti í fyrsta úrslitaleik tímabilsins þegar Liverpool vann 4-0 stórsigur á Tottenham í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley
Newcastle United mun keppa til úrslita í enska deildabikarnum á Wembley í Lundúnum þann 16. mars næst komandi. Liðið vann 2-0 sigur á Arsenal í gær.

Newcastle gerði grín að afsökun Arteta
Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann
Manchester United hefur nú staðfest að argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez hafi skaðað krossband í vinstra hné og ljóst að hann verður lengi frá keppni.

Newcastle lét draum Víkings rætast
„Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans.

Liverpool væri ekki á toppnum án VAR
Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en það væri ekki svoleiðis ef engin myndbandsdómgæsla væri við lýði í deildinni.

Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal
Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi.

Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn
Dagný Brynjarsdóttir og félagar í West Ham spila ekki til úrslita um enska deildabikarinn í ár en það varð ljóst eftir 2-0 tap á móti Chelsea í undanúrslitaleik í kvöld.

Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan
Manchester City keypti fjóra öfluga leikmenn í janúarglugganum en þeir fá ekki allir að vera hluti af Meistaradeildarhóp City á þessari leiktíð.

Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford
Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu.

Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“
Skytturnar hans Mikel Arteta í liði Arsenal þurfa að taka á honum stóra sínum í kvöld þegar að liðið heimsækir Newcastle United í seinni leik liðanna í undanúrslitaeinvígi enska deildarbikarsins.

Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho
Launakröfur Alejandro Garnacho gerðu það að verkum að Napoli, topplið Ítalíu, gat ekki fengið argentínska vængmanninn frá Manchester United í janúar. Áhugi Ítalanna var þó mikill.

Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, er meiddur í læri og mun ekki taka þátt á morgun í seinni leiknum við Tottenham, í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta.

Arteta vonsvikinn
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga.

Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma
Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félaginu sé „ofboðið“ vegna þess níðs sem markamaskínan Khadija Shaw mátti þola eftir að City tapaði gegn Arsenal á sunnudaginn í ensku ofurdeildinni í fótbolta.

Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim
Rúben Amorim er eflaust að velta fyrir sér af hverju hann yfirgaf Sporting í Portúgal - þar sem hann hefði getað verið í guðatölu að leiktíðinni lokinni – fyrir brunarústirnar sem Manchester United eru.

„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“
Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana.

Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt
Ensku úrvalsdeildarfélögin, með Englandsmeistara Manchester City í broddi fylkingar, vörðu mun meira fjármagni í leikmenn í vetrarglugganum en félög í öðrum fótboltadeildum.

Chelsea kom til baka í síðari hálfleik
Eftir að lenda 0-1 undir á heimavelli gegn West Ham United skoraði Chelsea tvö í síðari hálfleik og vann 2-1 sigur þegar liðin mættust á Brúnni í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Martínez með slitið krossband
Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, er með slitið krossband og spilar ekki meira á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili meira á þessu ári.

Rashford: „Vil bara spila fótbolta“
Hinn 27 ára gamli Marcus Rashford segir það hafa verið auðvelt val að fara til Aston Villa á láni.