Fastir pennar

Markmið í ójafnvægi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina.

Fastir pennar

Hagsmunaárekstrar í heilbrigðisþjónustu

Teitur Guðmundsson skrifar

Nýleg umræða um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og þingsályktunartillaga þeirra Eyglóar Harðardóttur og Margrétar Tryggvadóttur, sem ætlað er að herða reglur og tryggja að fjárhagslegir hagsmunir heilbrigðisþjónustuaðila tengist ekki meðferð eða ráðgjöf sjúklinga, hefur vakið athygli.

Fastir pennar

Misskilningur um forsetaframboð

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Samfélagsumræðan á það til að komast á flug á algjörlega röngum forsendum. Einhver heldur einhverju fram og án þess að fólk hafi fyrir því að kanna hvort fullyrðingin sé rétt eða röng tekur það hana upp á sína arma.

Fastir pennar

Varúð! Engin ábyrgð

Magnús Halldórsson skrifar

Gunnlaugur Jónsson hefur sent frá sér bókina Ábyrgðarkver – Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Þar er rætt um hugtakið ábyrgð og það sett í samhengi við bankahrunið, ástæður þess og eftirköst. Ýmislegt hefur verið ritað um ábyrgð varðandi bankahrunið, og þá einkum út frá spurningunni um hver beri ábyrgð á hinum ýmsu hlutum sem að lokum leiddu til hruns bankanna hér á landi og allsherjarhruns á heimsvísu raunar.

Fastir pennar

Efinn og upprisan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins.

Fastir pennar

Eggið eða hænan?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Vandamál ríkisstjórnarinnar er að mínu mati Jóhanna Sigurðardóttir sjálf.“ Þannig tók Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða í viðtali við Ríkissjónvarpið á fimmtudag í síðustu viku. Fremur óvanalegt er að áhrifamaður í ríkisstjórnarflokki lýsi stöðu ríkisstjórnar á þennan veg.

Fastir pennar

Belti, axlabönd og keðjur

Þórður snær júlíusson skrifar

Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, "Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórnenda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að "lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðanataka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að "öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauðsynlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“.

Fastir pennar

Fólksflóttagrýlan

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Efnahagslægð liggur yfir Íslandi. Hún skall á með látum og þrátt fyrir að ýmsir hafi gert sér grein fyrir að efnahagskerfið rambaði á barmi falls þá kom hrunið aftan að þorra fólks. Dagana og vikurnar á eftir réði svartsýnin ríkjum og margir voru þeirrar skoðunar að hér myndi allt hrynja til grunna, innviðir samfélagsins laskast verulega, ef ekki ónýtast, atvinnuleysi nema jafnvel tugum prósenta og til þess gæti komið að hér syltu stórir hópar fólks heilu hungri.

Fastir pennar

Sterkasta aðdráttaraflið

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Náttúra Íslands er "Íslendingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum,“ svo vitnað sé í ágæta bakþanka Sifjar Sigmarsdóttur sem birtust hér í blaðinu á föstudaginn.

Fastir pennar

Um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Róbert R. Spanó skrifar

Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig eigi að bregðast við henni. Umræðan hefur einkum beinst að því hvort og þá að hvaða marki lögreglunni skuli fengnar víðtækari rannsóknarheimildir en hún hefur samkvæmt gildandi lögum til að stemma stigu við slíkri starfsemi. Eru heimildir af þessu tagi jafnan nefndar "forvirkar rannsóknarheimildir".

Fastir pennar

Að vega menn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Eins og annað er þetta ágætlega orðað í Njálu. Gunnar á Hlíðarenda hefur starfað sem atvinnumaður í útlöndum í þeirri íþrótt sem þá var helst í boði: hermennsku; alls konar fantar og fífl ögra honum og mana hann til átaka en hann er í raun og veru seinþreyttur til vandræða, uppgefinn á blóðsúthellingum. Hann segir við Kolskegg bróður sinn: "Hvað eg veit,“ segir Gunnar, "hvort eg mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“

Fastir pennar

Pólitísk kreppa

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir.

Fastir pennar

Alþingi þarf að vanda sig

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Lítil innistæða er fyrir kveinstöfum og óbótaskömmum stjórnarmeirihlutans á Alþingi vegna þess að hann brann inni með tillögu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum í sumar. Um þessi málalok getur stjórnarmeirihlutinn kennt sjálfum sér og engum öðrum.

Fastir pennar

Réttlát þjóðareign með arði

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stjórnarflokkarnir hafa sagt að breyta þurfi stjórnkerfi fiskveiða til þess að ná þremur markmiðum: Í fyrsta lagi að tryggja réttlæti. Í öðru lagi að gera auðlindina að þjóðareign. Í þriðja lagi að flytja arðinn til fólksins. Þetta eru allt göfug markmið. Þau vekja eðlilega nokkrar spurningar: Hvað breytist í raun og veru? Hvernig verður réttlætið í samanburði við óréttlætið sem sagt er að ríki. Hvernig finnur þjóðin að hún

Fastir pennar

Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær.

Fastir pennar

Veikasti hlekkurinn

Pawel Bartoszek skrifar

Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni.

Fastir pennar

Steinsmuga

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forsætisráðherra hefur undanfarna daga gert menn út af örkinni til að bera mér á brýn að hafa staðið óheiðarlega að sölu á SR-mjöli fyrir tæpum tveimur áratugum. Með þeim samanburði á myndin af núverandi landsstjórn að líta betur út. Þegar draga á athygli frá málefnalegri rökræðu er þó heppilegra að fara rétt með.

Fastir pennar

Um hagsmuni Íslands og meintan tilvistarvanda evrunnar

Þorbjörn Þórðarson í Brussel skrifar

Það er bæði ómálefnalegt og beinlínis rangt að tala um vanda evrunnar þegar rætt er um vanda skuldsettra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil. Öll tölfræði um gjaldmiðilinn og stöðu þeirra ríkja sem nota hann og hafa hagað ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti sýnir þetta svart á hvítu.

Fastir pennar

Verðlaunuð áhætta

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna.

Fastir pennar

Gullgæs í lífshættu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í fyrradag nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, sem sagt er vera "efniviður í sáttargjörð um sjávarútvegsmál sem allir eigi að geta unað vel við“. Draga verður í efa að nokkur sátt geti náðst um þetta plagg fremur en fyrri frumvörp og frumvarpsdrög á vegum ríkisstjórnarinnar, svo meingallað er það.

Fastir pennar

3,9 prósent

Magnús Halldórsson skrifar

Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarða króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur.

Fastir pennar

Bankar fyrir opið hagkerfi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn,

Fastir pennar

Besti læknirinn?

Teitur Guðmundsson skrifar

Samkvæmt reglum um eftirlit Landlæknis með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstéttum kemur fram að fylgst skuli með ákveðnum þáttum og liggja því til grundvallar markmið eins og öryggi, rétt tímasetning, skilvirkni, jafnræði til þjónustu og einnig notendamiðuð þjónusta.

Fastir pennar

Umhverfisvernd er íhaldsstefna

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Mælingar kváðu herma að Svandís Svavarsdóttir sé sá ráðherra sem flestum þyki hafa staðið sig illa í starfi. Það er undarlegt. Það er erfitt að átta sig á því hvaða fólk er spurt og hví það er svona óánægt en skýringin liggur að minnsta kosti ekki í því að Svandís sé löt og hyskin eða svíkist um að vinna sín störf af samviskusemi. Öðru nær. Ætli sé þá ekki nærtækast að leita skýringa í því að þessu fólki mislíki það hversu rösk hún er og röggsöm. Að þetta fólk vilji ekki duglegan og drífandi umhverfisráðherra.

Fastir pennar

Karlréttindakona – kvenréttindakarl

Einhverra hluta vegna hafa ummæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í viðtali við vikublaðið Monitor valdið titringi meðal fólks sem er áhugasamt um jafnrétti kynjanna. Einkum tvenn ummæli í viðtalinu hafa verið til umræðu. Annars vegar að Vigdís hafi talað um "öfgafemínisma“. Það gerði hún reyndar ekki, heldur spyrjandinn. Vigdís sagðist vara við öllum öfgum og sagði að þær gætu eyðilagt góðan málstað. Það virðist ekki vera afstaða sem ætti að koma neinum úr jafnvægi.

Fastir pennar

Númer 14 og 171

Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða.

Fastir pennar

Talað upp í vindinn

Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu.

Fastir pennar

Eyðsla í óleyfi

Ólafur Stephensen skrifar

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda.

Fastir pennar

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Fastir pennar

Miklu stærri slagur

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar.

Fastir pennar