Formúla 1

Hamilton: Á enn möguleika á titlinum

Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember.

Formúla 1

Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi

Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina.

Formúla 1

Mikilvægt að keppa í nýjum löndum

Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári.

Formúla 1

Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum

Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni.

Formúla 1

Ferrari styður við bakið á Massa

Brasilíumanninum Felipe Massa hefur ekki gengið sérlega vel í Formúlu 1 á þessu ári og féll úr leik í síðustu keppni skömmu eftir ræsingu. Hann lenti í árekstri eftir að hafa ræst óvenju aftarlega af stað í mótinu.

Formúla 1

Nýliði Sauber byrjaði að keppa sex ára

Mexíkaninn Sergio Perez heimsótti Sauber liðið sem hann keppir með á næsta ári og skoðaði aðstæður, en hann verður liðsfélagi Kamui Kobayashi sem vakti mikla lukku í japanska kappakstrinum um síðustu helgi.

Formúla 1

Formúla 1 í Rússlandi frá 2014-2020

Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið.

Formúla 1

Button ætlar að taka áhættu

Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum.

Formúla 1

Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu

Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótð fer fram 24. október.

Formúla 1

Schumacher orðinn snarari í snúningum

Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn.

Formúla 1

Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan

Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni.

Formúla 1

FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu

Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar.

Formúla 1

Árangur í tímatökum lykill að titlinum

Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna.

Formúla 1

Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi

Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag.

Formúla 1

Webber og Vettel fá sama stuðning

Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu.

Formúla 1

Vettel: Stoltur af sigrinum

Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig.

Formúla 1

Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan

Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum.

Formúla 1

Vettel stefnir á sigur á Suzuka

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu á Suzuka brautinni á Red Bull, en kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í dag og verður endursýndur í hádeginu. Vettel vann sama mót í fyrra.

Formúla 1

Hamilton fær refsingu í Japan

Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 00.45 eftir miðnætti.

Formúla 1

Vettel: Rétt að fresta tímatökunni

Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra.

Formúla 1

Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka

Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar.

Formúla 1

Button: Pressa á Webber í næstu mótum

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata.

Formúla 1

Schumacher elskar Suzuka

Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg.

Formúla 1

Hamilton ber sig vel eftir óhapp

Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn.

Formúla 1

Vettel fljótastur á tveimur æfingum

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á tveimur Formúlu 1 æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann er meðal fimm ökumanna sem berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1, en liðsfélagi Vettels, Mark Webber varð annar á báðum æfingum.

Formúla 1

Briatore vill stuðning Red Bull við Webber í titilslagnum

Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari.

Formúla 1