Fótbolti

Túfa er mættur á Hlíðar­enda: „Kasta ekki inn hvíta hand­klæðinu“

Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals. 

Íslenski boltinn

FIFA vill nú fara sáttaleiðina

Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna.

Fótbolti

Staða Arnars hafði verið ó­traust um hríð

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik.

Íslenski boltinn

Sara Björk til Sádí-Arabíu

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir samningi hjá liði Al-Qadsiah í Sádí-Arabíu. Hún gengur í raðir liðsins frá Juventus á Ítalíu.

Fótbolti

Óskar Hrafn ráðinn næsti þjálfari KR

Óskar Hrafn Þor­valds­son tekur við þjálfun karla­liðs KR í fót­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu KR. Þar segir jafn­framt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfara­t­eymi liðsins nú þegar að beiðni nú­verandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmars­sonar. Í frétta­til­kynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem fram­kvæmda­stjóri KR þegar nú­verandi samningur hans við knatt­spyrnu­deild rennur út.

Íslenski boltinn

Niður­brotin Marta gekk grátandi af velli

Brasilíska knatt­spyrnu­goð­sögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíu­leikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum lands­liðs­ferli Mörtu og var sá tvö­hundruðasti í röðinni hjá leik­manninum með brasilíska lands­liðinu.

Fótbolti