Erlent Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Erlent 24.4.2024 08:41 Grunuð um að hafa banað tveimur börnum Lögregla í Södertälje í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu vegna gruns um að hafa banað tveimur börnum í gærkvöldi. Erlent 24.4.2024 07:50 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Erlent 24.4.2024 07:28 Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. Erlent 24.4.2024 06:38 Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Erlent 23.4.2024 23:18 Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Erlent 23.4.2024 18:24 Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. Erlent 23.4.2024 14:56 Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Erlent 23.4.2024 10:55 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. Erlent 23.4.2024 08:46 Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Erlent 23.4.2024 07:55 Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. Erlent 23.4.2024 06:47 Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. Erlent 22.4.2024 22:31 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. Erlent 22.4.2024 20:26 Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. Erlent 22.4.2024 18:58 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Erlent 22.4.2024 15:27 Dæmdu samskiptastjóra Meta fyrir að „verja hryðjuverk“ Rússneskur herdómstóll dæmdi samskiptastjóra samfélagsmiðlarisans Meta í sex ára fangelsi að honum fjarstöddum í dag. Hann var sakaður um að birta ummæli á netinu til stuðnings Úkraínumönnum í innrás Rússa í nágrannaland sitt. Erlent 22.4.2024 14:08 Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Erlent 22.4.2024 11:55 Dregur úr vinnu og verkefnum Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall. Erlent 22.4.2024 10:43 Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22.4.2024 10:32 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Erlent 22.4.2024 08:35 Rallýbíll ók á áhorfendur á Sri Lanka Sjö eru látnir og tuttugu og einn slasaður eftir að rallýbíll ók inn í hóp áhorfenda á kappaksturskeppni á Sri Lanka í gær. Erlent 22.4.2024 07:42 Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. Erlent 22.4.2024 07:36 Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Erlent 22.4.2024 07:14 Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46 Varnarmál efst á baugi nýs formanns Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Erlent 21.4.2024 18:10 Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Erlent 21.4.2024 12:00 Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. Erlent 20.4.2024 21:50 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Erlent 20.4.2024 19:10 Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Erlent 20.4.2024 16:10 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 334 ›
Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Erlent 24.4.2024 08:41
Grunuð um að hafa banað tveimur börnum Lögregla í Södertälje í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu vegna gruns um að hafa banað tveimur börnum í gærkvöldi. Erlent 24.4.2024 07:50
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Erlent 24.4.2024 07:28
Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. Erlent 24.4.2024 06:38
Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Erlent 23.4.2024 23:18
Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Erlent 23.4.2024 18:24
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. Erlent 23.4.2024 14:56
Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Erlent 23.4.2024 10:55
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. Erlent 23.4.2024 08:46
Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Erlent 23.4.2024 07:55
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. Erlent 23.4.2024 06:47
Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. Erlent 22.4.2024 22:31
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. Erlent 22.4.2024 20:26
Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. Erlent 22.4.2024 18:58
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Erlent 22.4.2024 15:27
Dæmdu samskiptastjóra Meta fyrir að „verja hryðjuverk“ Rússneskur herdómstóll dæmdi samskiptastjóra samfélagsmiðlarisans Meta í sex ára fangelsi að honum fjarstöddum í dag. Hann var sakaður um að birta ummæli á netinu til stuðnings Úkraínumönnum í innrás Rússa í nágrannaland sitt. Erlent 22.4.2024 14:08
Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Erlent 22.4.2024 11:55
Dregur úr vinnu og verkefnum Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall. Erlent 22.4.2024 10:43
Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22.4.2024 10:32
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Erlent 22.4.2024 08:35
Rallýbíll ók á áhorfendur á Sri Lanka Sjö eru látnir og tuttugu og einn slasaður eftir að rallýbíll ók inn í hóp áhorfenda á kappaksturskeppni á Sri Lanka í gær. Erlent 22.4.2024 07:42
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. Erlent 22.4.2024 07:36
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Erlent 22.4.2024 07:14
Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46
Varnarmál efst á baugi nýs formanns Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Erlent 21.4.2024 18:10
Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Erlent 21.4.2024 12:00
Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. Erlent 20.4.2024 21:50
Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Erlent 20.4.2024 19:10
Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Erlent 20.4.2024 16:10