Innlent

Tímamótadómur og flugeldahöll björgunar­sveitanna

Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm.

Innlent

Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda

Þjóðskrá hefur tekið við framleiðslu á ökuskírteinum úr plasti. Gert er ráð fyrir að flestir sem beðið hafa eftir nýjum ökuskírteinum fái skírteinin um næstu mánaðarmót.

Innlent

Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins

Alvarlegt umferðarslys átti sér stað við gatnamót Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt þegar rúta og jepplingur skullu saman. Einn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.

Innlent

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent

Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg

Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum.

Innlent

Sindri og Ísi­dór sýknaðir í hryðjuverkamálinu

Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm.

Innlent

Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á al­manna­færi

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum.

Innlent

Til skoðunar að flytja skóla Hjalla­stefnunnar í Engja­teig

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár.

Innlent

Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir for­eldra

„Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent

Aukið fjár­magn til að stytta bið

Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir.

Innlent

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Innlent

30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs

Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 

Innlent

„Al­gjör­lega brjál­æðis­legt að sjá“

Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Innlent

Sorg­legt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil.

Innlent

Lang­flest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir með­ferð

Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. 

Innlent

Ís­lendingar eigi eitt tromp gegn Trump

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi.

Innlent

Anna Kristín Arn­gríms­dóttir er látin

Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar.

Innlent

Þurfti þrjár til­raunir til að lenda í Kefla­vík

Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin.

Innlent