Innlent

Gosið hafi lítil á­hrif á björgunar­sveitir í bili

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna.

Innlent

Ekki sam­staða innan ASÍ um á­herslur í komandi kjara­við­ræðum

Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar.

Innlent

Sjónar­spil gær­kvöldsins engu líkt

„Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt.

Innlent

Skella í lás á Húsa­vík

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og  því hafi þurft að loka.

Innlent

Nokkrum göngu­mönnum snúið við í morgun

Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu.

Innlent

Gosmengun á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar.

Innlent

Þróunin svipuð og var við Fagra­dals­fjall

Áfram dregur úr krafti eldgossins við Sundhnúksgíga en hraunflæði er um það bil fjórðungur af því sem það var í byrjun og er einungis þriðjungur sprungunnar virkur. Kvikustrókar eru lægri en þeir voru í byrjun og eru um það bil þrjátíu metrar þar sem þeir ná hæst.

Innlent

Þakk­lát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðar­ljósi

Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst.

Innlent

Lúð­vík skipaður for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Lúðvík Þorgeirsson í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til næstu fimm ára, frá 1. mars 2024. Lúðvík hefur síðustu ár starfað sem rekstrarstjóri hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann tekur við stöðunni af Gylfa Ólafssyni. 

Innlent

Í á­falli og ó­sofin: Fóru með verð­mæti til Grinda­víkur í gær

Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 

Innlent

Von á er­lendum fjöl­miðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný

Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 

Innlent

Alls ekkert túr­ista­gos

Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. 

Innlent

Mikil ó­á­nægja á skrif­stofu Sameykis

Óánægju hefur gætt meðal starfsmanna stéttarfélagsins Sameykis, meðal annars með framgöngu formannsins Þórarins Eyfjörð. Þetta herma heimildir fréttastofu en viðmælendum ber ekki saman um andrúmsloftið á skrifstofunni nú né í hvaða farveg mál hafa verið sett.

Innlent

Eld­gosið raskar ekki flug­um­ferð

Allt flug í dag er samkvæmt áætlun sem gerð var vegna verkfallaflugumferðarstjóra. Þær raskanir sem verða eru því ekki vegna eldgossins. Þetta segir Birgir Olgeirsson hjá PLAY.

Innlent

Enginn reyk­skynjari í húsinu

Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann. 

Innlent

Há­al­var­­legt en léttir á sama tíma

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar.

Innlent