Innlent Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Innlent 1.9.2025 12:13 Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Innlent 1.9.2025 11:44 Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Innlent 1.9.2025 11:41 Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Tryggingastofnunar um nýja örorku- og endurhæfingarkerfið sem kynnt var í morgun af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 1.9.2025 11:28 Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1.9.2025 10:40 Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og munu breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Innlent 1.9.2025 10:30 Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Innlent 1.9.2025 09:07 Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Stjórn Evrópuhreyfingarinnar hefur ráðið Snærós Sindradóttur sem framkvæmdarstjóra hreyfingarinnar. Snærós hefur þegar hafið störf. Innlent 1.9.2025 08:57 Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Innlent 1.9.2025 08:24 Með óspektir og réðst á lögreglumann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2025 06:11 Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. Innlent 31.8.2025 23:59 Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. Innlent 31.8.2025 22:54 Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Innlent 31.8.2025 21:23 Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði erlendan ferðamann sem mældist á 206 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Innlent 31.8.2025 20:15 Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06 Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Innlent 31.8.2025 18:50 Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. Innlent 31.8.2025 18:11 Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði í bíl í Vesturbergi í Breiðholtinu síðdegis í dag. Engan sakaði en bíllin er talinn ónýtur. Innlent 31.8.2025 17:45 Varðturnarnir á bak og burt Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið. Innlent 31.8.2025 15:20 Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Innlent 31.8.2025 15:03 Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Innlent 31.8.2025 13:58 Boðar sumarveður inn í september Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. Innlent 31.8.2025 13:26 Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík. Innlent 31.8.2025 12:08 Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Innlent 31.8.2025 11:47 Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. Innlent 31.8.2025 11:32 „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31.8.2025 10:17 Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi fær til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 31.8.2025 09:33 Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 31.8.2025 07:37 Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. Innlent 31.8.2025 07:02 Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Innlent 30.8.2025 23:45 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Innlent 1.9.2025 12:13
Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Innlent 1.9.2025 11:44
Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Innlent 1.9.2025 11:41
Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Tryggingastofnunar um nýja örorku- og endurhæfingarkerfið sem kynnt var í morgun af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 1.9.2025 11:28
Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1.9.2025 10:40
Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og munu breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Innlent 1.9.2025 10:30
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Innlent 1.9.2025 09:07
Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Stjórn Evrópuhreyfingarinnar hefur ráðið Snærós Sindradóttur sem framkvæmdarstjóra hreyfingarinnar. Snærós hefur þegar hafið störf. Innlent 1.9.2025 08:57
Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Innlent 1.9.2025 08:24
Með óspektir og réðst á lögreglumann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2025 06:11
Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. Innlent 31.8.2025 23:59
Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. Innlent 31.8.2025 22:54
Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Innlent 31.8.2025 21:23
Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði erlendan ferðamann sem mældist á 206 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Innlent 31.8.2025 20:15
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06
Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Innlent 31.8.2025 18:50
Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. Innlent 31.8.2025 18:11
Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði í bíl í Vesturbergi í Breiðholtinu síðdegis í dag. Engan sakaði en bíllin er talinn ónýtur. Innlent 31.8.2025 17:45
Varðturnarnir á bak og burt Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið. Innlent 31.8.2025 15:20
Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Innlent 31.8.2025 15:03
Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Innlent 31.8.2025 13:58
Boðar sumarveður inn í september Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. Innlent 31.8.2025 13:26
Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík. Innlent 31.8.2025 12:08
Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. Innlent 31.8.2025 11:47
Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. Innlent 31.8.2025 11:32
„Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31.8.2025 10:17
Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi fær til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 31.8.2025 09:33
Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 31.8.2025 07:37
Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. Innlent 31.8.2025 07:02
Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Innlent 30.8.2025 23:45