Golf

Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods

Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma.

Golf

Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines

Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.

Golf

Casey vann í Bahrein

Englendingurinn Paul Casey fór með sigur af hólmi á Volvo Golf Champions mótinu sem lauk í Bahrein í dag á Evrópumótaröðinni.

Golf

Tiger gerði engin mistök á fyrsta golfhring ársins 2011

Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti.

Golf

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans.

Golf

Birgir Leifur og Tinna valin kylfingar ársins 2010

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Tinna Jóhansdóttir úr Golfklúbbnum Keili voru í dag valin kylfingar ársins af stjórn Golfsambands Íslands en valið fór fram í samráði við afreksnefnd sambandsins.

Golf

Tiger fær ekki fleiri fríar rakvélar

Tiger Woods hefur átt skelfilegt ár innan sem utan vallar og veislunni er ekki lokið. Nu hefur Gillette tilkynnt að það ætli sér ekki að framlengja samning sinn við Tiger sem rennur út um áramót.

Golf

Tveir fyrstu keppnisdagarnir gerðu út um vonir Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Íslandsmeistarinn sýndi ágætis tilþrif á síðustu tveimur keppnisdögunum en afleitt gengi hans á fyrsta keppnisdeginum gerði út um möguleika hans á að komast áfram.

Golf

Engin kreppa hjá Tiger Woods sem flytur bráðlega í 6 milljarða kr. hús

Það eru engin kreppumerki á nýju heimili Tiger Woods sem bráðlega verður fullbyggt en það stendur við strandlengjuna í Flórída. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og í garðinum er Woods með fjórar fullkomnar æfingaflatir og getur hann einnig slegið með drævernum á "æfingasvæðinu" í bakgarðinum.

Golf

Birgir Leifur: „Gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig"

„Ég er gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig. Ég missti algjörlega trúna á því sem ég var búinn að gera á einu augnabliki,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir slæmu gengi hans á fyrstu tveimur keppnisdögunum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Golf

Birgir Leifur bætti sig um 7 högg en staða hans er vonlítil

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 73 höggum í dag eða 3 höggum yfir pari á öðrum keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir bætti sig um 7 högg frá því á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 80 höggum.

Golf

Jim Furyk kylfingur ársins á PGA mótaröðinni

Jim Furyk var í gær valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni en það eru kylfingarnir sjálfir sem standa að kjörinu. Furyk, sem er fertugur, sigraði í Fed-Ex úrslitakeppninni og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær þessa viðurkenningu.

Golf

Birgir Leifur í neðsta sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í vondum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er á 7 höggum yfir pari eftir 15 holur en þá varð að hætta keppni vegna frosts í jörðu. Birgir Leifur er í neðsta sæti af þeim keppendum sem komust af stað í dag.

Golf

Tiger með fínt forskot

Tiger Woods er að spila hágæðagolf á Chevron-mótinu í Kaliforníu og hefur nú fjögurra högga forskot eftir tvo hringi. Tiger lék á 66 höggum í gær.

Golf

Tiger Woods heldur sínu striki og er líklegur til afreka

Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum og er hann með fjögurra högga forskot þegar keppni er hálfnuð. Chevron meistaramótið er óhefðbundið golfmót fyrir atvinnumenn þar sem að aðeins 18 kylfingar taka þátt og gestgjafinn er sjálfur Tiger Woods.

Golf

Tiger svaraði spurningum aðdáenda á Twitter

Tiger Woods hefur unnið yfirvinnu síðustu mánuði til þess að laga ímynd sína og hann er hvergi nærri hættur. Kappinn er nú mættur á Twitter-samskiptasíðuna þar sem hann virðist ætla að vera öflugur.

Golf

Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni

Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október.

Golf