

Afturelding vann eins marks sigur gegn Haukum á Ásvöllum 30-31. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn.
Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer unnu óvæntan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti toppbaráttuliði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30.
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola tveggja marka tap er liðið tók á móti Íslendingalausu Íslendingaliði Magdeburg í dag. Lokatölur 35-37, og Ýmir og félagar hafa nú tapað sjö deildarleikjum í röð.
Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega.
Sandra Erlingsdóttir og stöllur í Metzingen höfðu betur gegn Sachen Zwickau í efstu deild kvenna í handbolta í Þýskalandi. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með Zwickau og var markahæsti leikmaður liðsins.
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk í flottum sjö marka sigri Veszprém á Komló í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 39-32.
Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30.
Hjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé hafa ákveðið að flytja heim til Litáen og munu því ekki leika með Selfossi á næstu leiktíð eftir tvö ár hjá félaginu. Raunar ætla þau bæði að leggja skóna á hilluna.
Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar.
Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld.
Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út.
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi.
Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt.
Haukar unnu ótrúlegan eins mark sigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-31 og Haukar eru því komnir með forystu í einvíginu.
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu afar sannfærandi 14 marka sigur er liðið heimsótti Svein Jóhannsson og félaga hans í Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-41.
Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém björguðu sér fyrir horn er liðið tók á móti pólska liðinu Kielce í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 29-29, en heimamenn í Veszprém jöfnuðu metin með seinasta skoti leiksins.
Íslendingalið Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann góðan sex marka sigur er liðið tók á móti Pfadi Winterthur í fyrsta leik liðanna í undanúslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 34-28.
Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti.
Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum.
Það er von á hörkuleik í kvöld þegar að Afturelding tekur á móti Haukum í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Olís deild karla. Staðan er jöfn í einvíginu fyrir leik kvöldsins og ljóst að færri munu komast að en vilja í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik.
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, fór sárþjáður af velli í leik með Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.
Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili.
„Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.
Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina.
Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð.
Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu.