Handbolti

Þriggja marka sigur Vals dugði ekki

Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.

Handbolti

ÍBV með dramatískan sigur í Prag

ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.

Handbolti

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

Handbolti

Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn

Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein.

Handbolti

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Handbolti

Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli

Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli.

Handbolti