Körfubolti

„Þetta er góð geðveiki“

Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum.

Körfubolti

Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum

Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets.

Körfubolti

NBA dagsins: Durant gæddi sér á Nöggum og meistararnir léku sér

Kevin Durant átti stærstan þátt í því að Brooklyn Nets unnu upp 18 stiga forskot Denver Nuggets og lönduðu sætum sigri, 122-116, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í NBA-pakka dagsins má sjá svipmyndir úr leiknum sem og öruggum sigri meistara LA Lakers á Houston Rockets og háspennuleik Philadelphia 76ers og Miami Heat.

Körfubolti

Valencia tapaði stórt á Ítalíu

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með fimmtán stiga mun gegn Olimpia Milano á útivelli í EuroLeague í kvöld, lokatölur 95-80. Valencia er þar með ekki lengur meðal átta efstu liða deildarinnar.

Körfubolti

„Það mun enginn vorkenna okkur“

Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna.

Körfubolti

Elvar Már með tvöfalda tvennu í sigri

Elvar Már Friðriksson skoraði ellefu stig og gaf sömuleiðis ellefu stoðsendingar í 94-88 sigri Siauliai á Neptunas í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Elvar leikur með fyrrnefnda liðinu.

Körfubolti

Leikmenn smeykir við leikjaálagið framundan

Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í Domino's deild kvenna í körfubolta, segir leikmenn þurfa að vera vel undirbúna fyrir það mikla leikjaálag sem verður í deildinni er hún hefst á ný í næstu viku.

Körfubolti