Leikjavísir

Eldsnöggir að hækka verð á tölvuleikjum

Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali.

Leikjavísir

CCP margfaldar kúnnahóp sinn

Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heiminum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims.

Leikjavísir

Standa fyrir stefnumótum á Xbox Live

„Við erum aðallega að vinna í því að fá Xbox Live! til landsins, en síðan erum við með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár,“ segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfélagsins.

Leikjavísir

Hagnaður Nintendo tvöfaldast

Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra.

Leikjavísir

Nintendo áhugasamt

„Þetta er allt á byrjunarreit en við höfum átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Nintendo,“ segir Magnús Scheving, framkvæmdastjóri Latabæjar.

Leikjavísir

Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3

Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma.

Leikjavísir

Efstir á óskalistanum

Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox.

Leikjavísir

Wii trónir á toppnum

Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005.

Leikjavísir

Syngjandi upptakarar

Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður finnur endalaus tækniundur á uppboðssíðunni eBay. „Laserpod er ein uppáhaldsgræjan mín. Þetta er svona leysilampi sem virkar eins og nútímalegur lavalampi og er líka handhægt leysisjóv. Þetta virkar best með reykvélina í gangi í dimmu herbergi en það gerist því miður ekki alveg nógu oft hjá mér. Síðan er hægt að framkalla enn betri stemningu með tónlist undir,“ segir Einar.

Leikjavísir

Quake Wars á leiðinni

Tölvuleikurinn Quake Wars verður fáanlegur fyrir PC-tölvur frá og með 28. september í Evrópu. Um er að ræða fyrstu persónu fjölspilunar-skotleik þar sem hermenn berjast við geimverurnar Strogg um yfirráð yfir jörðinni.

Leikjavísir

Manhunt 2 kemur út í Bandaríkjunum

Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum.

Leikjavísir

Xbox ofhitnar

Vandræðunum með leikjatölvuna xbox 360 er ekki lokið. Nú er unnið að því að skipta út þráðlausu kappakstursstýrinu eftir að um fimmtíu tilvik hafa komið upp þar sem stýrin hafa ofhitnað og reyk lagt úr þeim.

Leikjavísir

PS3 tekur upp úr sjónvarpi

Sony kynnti í vikunni nýja viðbót við Playstation 3 leikjatölvuna, PlayTV, sem breytir tölvunni í upptökutæki. Tækið gerir notendum kleift að taka upp og spila stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum leikjatölvuna.

Leikjavísir

Tölvuleikur varpar ljósi á hræðsluástand

Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu.

Leikjavísir

Óþrjótandi möguleikar EVE

„Fyrir mig sem fræðimann er þetta ekki tölvuleikur heldur rannsóknarstofa. Þarna eru tvö hundruð þúsund einstaklingar sem haga sínum viðskiptum eins og þeir væru raunverulegir og því er um að ræða óendanlega möguleika á því að að rannsaka hagkerfi og hvernig fólk hagar sér innan þess," segir Dr. Eyjólfur Guðmundsson en hann hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur yfir hagkerfi EVE online.

Leikjavísir

Grand Theft Auto veldur vandræðum

Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins.

Leikjavísir

Leikur ársins

Tímaritið Develope Magazine fær ár hvert 100 sérfræðinga úr leikjaiðnaðinum til að verðlauna þá sem þykja skara fram úr. Að þessu sinni hlaut leikurinn Crackdown á Xbox 360 þann heiður að vera valinn leikur ársins.

Leikjavísir

Sorgleg og hlægileg saga Duke Nukem Forever

Duke Nukem 3D var einn vinsælasti tölvuleikur heims þegar hann kom út 1996. Ári síðar byrjuðu framleiðendurnir, 3D Realms, á framhaldsleik sem átti að skjóta fyrirrennaranum ref fyrir rass. Hann er ekki enn kominn út.

Leikjavísir

Playstation 3 lækkar ekki

Engin verðlækkun verður á Playstation 3 leikjatölvunni frá Sony í Evrópu í bráð. Verð tölvunnar lækkaði um hundrað dali í Bandaríkjunum í vikunni. Búist var við svipaðri lækkun í Evrópu en svo varð ekki. Þess í stað munu fleiri leikir og stýripinnar fylgja.

Leikjavísir