Lífið

Tuttugu ára gamall Inni­púki snýr aftur eftir tveggja ára fjar­veru

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.

Lífið

Græneðla gægðist upp úr klósettinu

Kona í Flórída fékk óvæntan gest á baðherbergi sitt á laugardagskvöld þegar græneðla kom upp úr klósettinu hjá henni. Kalla þurfti á sérfræðing til að fjarlægja græneðluna en dýrategundin hefur náð fótfestu í ríkinu eftir að fólk flutti þær inn sem gæludýr á sjöunda áratugnum.

Lífið

Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu

„Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI.

Lífið

Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar.

Lífið

Lea Michele mun leika Fanny Brice

Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi.

Lífið

„Mig hefur langað að taka þátt frá því að ég var lítil“

Erika Bjarkadóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akranes. Erika elskar lasagne sem mamma hennar býr til, hlustar mikið á hip hop og sér sig fyrir sér í ferðamálafræði í framtíðinni. Hún segir keppnisferlið hafa aukið sjálfstraustið og kennt sér að elska sjálfa sig.

Lífið

MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari.

Lífið

Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum

Þó svo að sólin hafi kannski ekki látið fara mikið fyrir sér í síðustu viku skinu stjörnurnar skært enda nóg um að vera. Sumarið er tími allskyns fögnuða og ferðalaga og má segja að ástin og ævintýrin hafi svo sannarlega svifið yfir vötnum þessa vikuna.

Lífið

Hlustar á það sem undir­með­vitundin segir

Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo löngu og á eitt vinsælasta rapplagið í dag, Ef þeir vilja Beef, þar sem hann rappar með Joey Christ. Daniil kann að meta hverja einustu stund lífsins og elskar pizzu en hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Tony Sirico er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.

Lífið

Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu.

Lífið

Kara hvetur fólk til að gera betur

Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum.

Lífið

„Stimplaðar sem einungis kyntákn“

Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu.

Lífið

„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“

Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

Lífið

Stórleikarinn James Caan er látinn

Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.

Lífið