Lífið

God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs

Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja.

Leikjavísir

Tæp­lega hundrað ís­lenskir jóla­bjórar mættir til leiks

Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91. 

Jól

„Ástin er blind“

Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins. 

Lífið

Það fór allt mögulegt úrskeiðis í viðtalinu

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Uppselt á Iceland Airwaves

Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 

Tónlist

Tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð snýr aftur

Á morgun fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Fyrstu tónleikarnir eru á dagskrá 3. nóvember og er það tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sem stígur fyrstur á svið. 

Tónlist

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu

Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.

Lífið

ET selst til hæst­bjóðanda

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Bíó og sjónvarp

Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt

Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld.

Tónlist

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið

ILVA þjófstartar jólunum

Hefð er fyrir því að þjófstarta jólunum í ILVA og halda árlegt Open by Night kvöld verslunarinnar. Það er nú komið að þessum skemmtilega viðburði sem verður haldinn á morgun miðvikudaginn 2. nóvember í versluninni í Kauptúni á milli kl. 18-22.

Lífið samstarf