Lífið

„Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli“

Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hafa tekið á móti sínu þriðja barni. „Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli,“ segja hjónin í sameiginlegri Instagram færslu. 

Lífið

Skógarferð hjá Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að fara í taugastrekkandi skógarferð í kvöld. Þær munu spila leikinn The Forest sem snýst um að lifa af á dularfullri eyju sem í fyrstu virðist óbyggð.

Leikjavísir

Hjónabandið á slæmum stað

Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 

Lífið

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Lífið

Gera nýja Witcher og Cyberpunk leiki

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í gær fjölmörg verkefni sem eru í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þrjú þeirra snúa að söguheimi Witcher og þar á meðal nýr þríleikur. Þá þróun framhalds Cyberpunk 2077 einnig tilkynnt og framleiðsla nýs leiks í nýjum söguheimi.

Leikjavísir

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Lífið

Spila Fall Guys með áhorfendum

Stelpurnar í Queens ætla að verja kvöldinu með áhorfendum sínum. Partíleikurinn Fall Guys verður spilaður grimmt, þar sem einungis einn mun standa uppi sem sigurvegari.

Leikjavísir

Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu

Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. 

Lífið

Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið

Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum.

Lífið