Lífið

Hringur á fingur og pabbi hefur trölla­trú

Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns.

Lífið

Heitasti leikarinn í Hollywood

Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli.

Lífið

Setja börnin í for­gang og slíta hjóna­bandinu

Bandaríska leik-og söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson fyrr­ver­andi NFL-leikmaður, eru að skilja eftir tíu ára hjónaband. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni barna þeirra í huga.

Lífið

Ferða­laginu með hugvíkkandi efnin lauk á upp­hafs­stað

Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn segir ferðalag sitt í vinnu með hugvíkkandi efni hafa endað á sama stað og hann byrjaði á. Samt sé allt orðið öðruvísi. Ólafur ræðir ferðalag sitt í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa farið í allar gildrurnar og lært mikið. Á endanum snúist þetta allt um að verða betri manneskja. Hann unir sér nú vel í mastersnámi í sálfræði í Þýskalandi.

Lífið

Vínartónleika skorti létt­leika: Dansararnir stálu senunni

Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum.

Gagnrýni

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Uppskriftir

Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn

Sonur hjónanna, Gretu Salóme Stefánsdóttur tónlistarkonu og Elvars Þórs Karlssonar, var skírður við fallega athöfn liðna helgi. Drengurinn fékk nafnið Sólmundur. Frá þessu greinir Greta í færslu á Instagram.

Lífið

Segir tímann ekki lækna sorgina

Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið

Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum

Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Lífið

Fjöl­breyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár

Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið.

Lífið

Bjarg­vætturinn birtist ó­vænt og Hilmar brast í grát

Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Þá dóu tveir menn úr vosbúð. Hilmar brestur í grát þegar bjargvættur hans, sigmaður af þyrlu Landhelgisgæslunnar, birtist honum óvænt í Útkallsþætti Óttars Sveinssonar. Þáttinn í heild má finna hér að neðan.

Lífið

Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum

Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp.

Lífið

Val­geir af­henti Ingu texta­brot úr laginu Sigur­jón digri

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 

Lífið

Láttu draumana rætast með Úr­val Út­sýn

Þegar kuldinn og myrkrið umvefur landsmenn er fátt betra en að láta sig dreyma um skemmtilega skíðaferð, sólríkar strendur, spennandi borgir eða ævintýraferð á fjarlægum slóðum. Það er lítið mál að láta drauminn rætast með því að hafa samband við Úrval Útsýn og fá aðstoð reyndra starfsmanna við skipulagningu draumafrísins en ferðaskrifstofan fagnar 70 ára afmæli í ár.

Lífið samstarf

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Lífið

Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Muir ákvað að festa þvottaklemmu á sig til þess að líta betur út í slökkviliðsbúning þar sem hann var staddur við gróðurelda í Los Angeles í beinni útsendingu. Athæfið hefur vakið mikla athygli og sjónvarpsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur vegna þessa.

Lífið