Lífið

Arki­tekt dýrasta húss Ís­lands­sögunnar selur í Foss­vogi

Við Giljaland 3 í Fossvogsdal má finna glæsilegt 235 fermetra raðhús sem var byggt árið 1969. Húsið er í eigu Sigurðar Halldórssonar arkitekts, einn af eigendum arkitektastofunnar Glámu-Kím, sem hannaði dýrasta hús Íslandssögunnar sem stendur við Mávanes í Garðabæ, og Elísabetar Konráðsdóttur hjúkrunarfræðings. 

Lífið

Féllust í faðma á tilfinningaríkri stundu

Tölum um endó – ný íslensk heimildarmynd um endómetríósu var frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Myndin uppskar standandi lófaklapp fyrir fullu húsi gesta og féllust forsvarsmenn Endósamtakanna í faðma að mynd lokinni.

Lífið

Val­gerður selur í­búðina í Vestur­bænum

Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Lífið

Komu saman vegna þrjá­tíu ára af­mælis Pulp Fiction

Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær.

Bíó og sjónvarp

Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið.

Bíó og sjónvarp

Bauð öllum bæjar­búum í matar­boð

Íbúi á Akranesi tók sig til í kvöld og hélt opið matarboð þar sem allir bæjarbúar voru boðnir velkomnir. Stefnan er sett á að halda slíkt matarboð mánaðarlega og gestgjafinn leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk setjist niður og borði saman.

Lífið

Talin ó­lík­legust til að komast á­fram

Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu.

Lífið

„Ekki lengur þræll þess að finnast ég ekki nóg“

Líf Kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró, hefur litast af fullkomnunaráráttu og neikvæðu sjálfstali frá unga aldri. Eftir mikla sjálfsvinnu síðastliðin ár hafi hann ákveðið að fyrirgefa sjálfum sér og öðlast nýtt og betra líf.

Lífið

Margrét Ýr og Reynir nýtt par

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, og Margrét Ýr Ingimarsdóttir kennari og eigandi Hugmyndabankans eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið

Samantha Davis er látin

Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis.

Lífið

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning

Sofia Vergara með fjallmyndarlegum lækni

Hollywood stjarnan Sofia Vergara hefur opinberað samband sitt á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hún mynd í fyrsta sinn af kærastanum sínum, lækninum Justin Salman en orðrómur hefur verið uppi um samband þeirra í á annað ár.

Lífið

Gunna Dís kynnir Euro­vision í stað Gísla Marteins

Guðrún Dís Emilsdóttur mun verða þulur á Eurovision söngvakeppninni í ár. Hún hleypur þar með í skarðið fyrir Gísla Martein Baldursson sem lýst hefur keppninni undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Lífið

Vítalía og Arnar Grant í kossaflensi

Lífið leikur við þau Vítalíu Lazareva og Arnar Grant þrátt fyrir stormasama byrjun á sambandi þeirra. Vítalía birti myndband í gær af parinu á Instagram þar sem þau eru í innilegu kossaflensi og hún brosti sínu breiðasta. 

Lífið