Lífið

„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“

„Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira.

Lífið

Mínímalísk í­búð Lísu Maríu til sölu

Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir.

Lífið

„Það má ekki missa kjarkinn“

Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. 

Lífið

„Rödd ársins“ kemur úr Borgar­nesi

Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar.

Lífið

Virki­lega spennandi lokamót fram­undan

Lokamót Meistaradeildar Líflands fer fram föstudaginn 12. apríl næstkomandi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli. Keppt verður í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina ásamt því að í ljós kemur hverjir það verða sem standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar 2024.

Lífið samstarf

Hanna draumareitinn fyrir sumarið

BM Vallá býður upp á á heildstæðar lausnir fyrir landslags- og garðhönnun. Með fjörtíu ára reynslu og gæðavottun býður fyrirtækið upp á fjölbreytt úrval hellna og steyptra garðeininga, sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og mæta þörfum neytenda fyrir falleg og notendavæn útisvæði.

Lífið samstarf

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Lífið

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Lífið

Fantaflottar í Fellunum

Á fast­eigna­vef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgar­svæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók sam­an nokkr­ar fanta­flott­ar eign­ir í Fellahverfinu í Breiðholti. 

Lífið

DONE gæinn, markaðsmaður ársins?

Mikil umfjöllun hefur átt sér stað um hinna svokallaða DONE gæja vegna óhefðbundinnar markaðssetningar á próteindrykknun DONE en drykkurinn hefur slegið í gegn á Íslandi frá því hann kom á markað í lok árs 2023. Róbert Freyr Samaniego er DONE gæinn, stofnandi og eigandi próteindrykksins DONE.

Lífið samstarf

Hvetja Brynjar til að lýsa Euro­vision að undir­lagi Sig­mundar

Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa.

Lífið

Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes

„Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. 

Lífið

Tjúttandi tenór og rappari í Garðheimum

Það er sól á lofti svo gott sem alla daga en kalt í lofti og rok í kinnum. Það er hinsvegar hiti í blóðinu og hækkandi sól þýðir að það hefur aldrei verið eins mikið að gerast í samkvæmislífi landans.

Lífið

Pawel sleppti því að drekka á­fengi í mánuð

Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta.

Lífið

Mun túlka Spring­steen

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann.

Bíó og sjónvarp