Menning

Glæpamenn geta líka verið „woke“

Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi.

Menning

Íslensk listakona á Art Basel í Miami

„Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti.

Menning

Elskar að henda sér út í djúpu laugina

„Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar.

Menning

Bókaþjóðin elskar Birgittu

Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu.

Menning

Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024

Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni.

Menning

Hundrað listamenn saman á sýningu

Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki.

Menning

Katrín til­nefnd til bók­mennta­verð­launa

Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar.

Menning

Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis

Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. 

Menning

„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“

Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni.

Menning

„Uppskera og lokahóf menningarársins“

Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning.

Menning

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.

Menning

Tenging, nánd og stelpudrama ríkjandi þema í listinni

Rakel Tómasdóttir er listakona og grafískur hönnuður sem hefur vakið mikla athygli fyrir svart hvítar teikningar sínar. Viðfangsefni Rakelar eru gjarnan konur og segir hún ástarlíf sitt síðastliðin ár hafa spilað veigamikið hlutverk í listaverkum sínum. Rakel er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu

Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum.

Menning

„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“

Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst.

Menning

Dúndur­diskó Bragi Valdimar hlaut verð­­laun Jónasar

Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Menning