Skoðun

Kyn­fræðsla- hvað felst í henni?

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar

Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis.

Skoðun

Stjórn­laus fast­eigna­markaður og á­byrgðar­lausir stjórn­mála­menn lofa hverju sem er

Vilhelm Jónsson skrifar

Það er ekki nóg að segja að það þurfi að fjölga nýjum íbúðum og lækka byggingarkostnað og gera síðan ekki neitt til þess. Traust fasteigna uppbygging getur ekki þrifist við áratuga verðbólgu, óstjórn og úrræðaleysi stjórnmálamanna þar sem hlutirnir eiga bara að reddast. Engu mun skipta hvað margar nefndir verða skipaðar.

Skoðun

Er allt í gulu?

Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar

Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi?

Skoðun

Þolir lýð­ræðið á­lags­próf gervi­greindarinnar?

Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um gervigreind og áhrif hennar á samfélagið en lítið hefur verið rætt um möguleg áhrif gervigreindar á lýðræði. Í nýlegri skýrslu Europol er áætlað að gervigreind framleiði 90% alls efnis á internetinu árið 2026.

Skoðun

Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla

Ásgeir Berg Matthíasson skrifar

Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda.

Skoðun

Hlustum á unga fólkið

Eymundur Eymundsson skrifar

Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum.

Skoðun

Rógur eða rannsókn?

Bryndís Schram skrifar

Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“.

Skoðun

Um mats­mál: Rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka.

Skoðun

50 ár liðin frá her­foringja­byltingunni í Chile

Gylfi Páll Hersir skrifar

Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap.

Skoðun

Menntun má kosta!

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir skrifa

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni.

Skoðun

Stroku­laxar og löngu Gosa­nefin

Magnús Guðmundsson skrifar

Eftir síðustu slysasleppingu mættu Framkvæmdastjórar Arctic Fish og SFS í fjölmiðla og sögðu að viltum laxastofnum stafaði engin ógn af sjókvíaeldi.

Skoðun

Að missa stjórn á skapi sínu

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar

Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu.

Skoðun

Gulur septem­ber - Al­þjóða­dagur sjálfs­vígs­for­varna

Alma D. Möller skrifar

Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna.

Skoðun

Versti dagur lífs míns

Sigríður Björk Þormar skrifar

Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf.

Skoðun

Nýr fram­halds­skóli á grunni MA og VMA

Einar Sveinbjörnsson skrifar

Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja.

Skoðun

Bleikur ráð­herrafíll í um­ferðinni

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu.

Skoðun

Ævarandi skömm stjórnmálafólks

Bubbi Morthens skrifar

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast.

Skoðun

Yfir­lýsing frá Anahitu Baba­ei og Elissu Bijou

Anahita Babaei og Elissa Bijou skrifa

Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið.

Skoðun

Öflugt kaup­réttar­kerfi laðar að fram­úr­skarandi starfs­krafta

Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa

Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu.

Skoðun

Ójafnt er gefið

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Fimmtudaginn 7. september sl. sátu fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi fund með Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis þar sem umræðuefnið voru drög að Samgönguáætlun sem verður til umræðu á komandi þingvetri. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og fengu Alþingismenn kjördæmisins skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á.

Skoðun

Af kjördæma poti

Jódís Skúladóttir skrifar

Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu.

Skoðun

Óttar fer með himinskautum

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila!

Skoðun

Ör­lög skólans mennta­merkis

Sólveig Sigurðardóttir skrifar

Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því.

Skoðun

Íbúðamarkaður í hávaxtaumhverfi

Bergþóra Baldursdóttir skrifar

Það fór ekki framhjá neinum að íbúðaverð hækkaði mjög hratt á árunum 2020-2022 í kjölfar faraldursins. Á þessum þremur árum hækkaði verð á íbúðum um tæplega 50% á landinu öllu.

Skoðun