Skoðun

Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og para­dísar­missir

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Í samtímanum er áberandi sú afstaða til Biblíunnar að hún eigi ekki erindi, sökum þess að sögur hennar standist ekki sögulega eða vísindalega skoðun. Sú afstaða byggir á misskilningi á eðli Biblíunnar og þeirrar stórsögu sem Biblían segir, en Biblíusögur gera hvorki tilkall til að vera sagnfræði í nútíma skilningi né vísindi.

Skoðun

Hver er stefna Við­reisnar í heil­brigðis­málum og hvernig virkar hún í praksis?

Sigurrós Huldudóttir skrifar

Hefur einkarekstur gengið vel hérna á Norðurlöndunum? Ég bý í Noregi og ég hef því reynslu af heilbrigðiskerfinu hérna, ég vinn líka á heilsugæslu og ég fylgist ágætlega með stjórnmálaumræðu hér í Noregi þar sem minnihlutastjórn systurflokka Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið síðustu þrjú ár.

Skoðun

Sam­fylkingin er með plan um að lög­festa leik­skóla­stigið

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins.

Skoðun

Skúffu­skýrslan sem lifði af

Linda Heiðarsdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar.

Skoðun

Er barnið sjúkt í sykur?

Elísabet Konráðsdóttir og Margrét Sigmundsdóttir skrifa

Sykursýki tegund 1 er einn algengasti langvinni sjúkdómur barna. Hér á landi eru á annað hundrað börn og ungmenni með sjúkdóminn og nýgreiningum fjölgar hérlendis sem erlendis.

Skoðun

Á­kall um já­kvæða hvata til grænna fjár­festinga

Kristín Þöll Skagfjörð skrifar

Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi.

Skoðun

Fatlað fólk á betra skilið

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið.

Skoðun

27-faldur hagnaður!?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir.

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir og Valdimar Birgisson skrifa

Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar.

Skoðun

Á að kjósa það sama og síðast?

Reynir Böðvarsson skrifar

Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. 

Skoðun

Setjum söguna í sam­hengi við nú­tímann

Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar

Reykjavíkur leiðtogavísitalan er mælikvarði á hvernig samfélagið lítur á konur og karla með tilliti til hæfis þeirra til forystu, og kannar hversu vel samfélaginu líður almennt um kvenkyns forystu. 

Skoðun

Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunar­málum

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almenni­lega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm.

Skoðun

Frelsi 2024

Baldur Karl Magnússon skrifar

Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist.

Skoðun

Sam­göngur eru heil­brigðis­mál

Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för.

Skoðun

Veg­ferð í þágu barna skilar árangri

Ásmundur Einar Daðason skrifar

Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri.

Skoðun

Þjóðará­tak í sölu á kló­sett­pappír

Bjarki Hjörleifsson skrifar

Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.

Skoðun

Skínandi skær í skamm­deginu

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína.

Skoðun

Ras­ismi

Einar Helgason skrifar

Árið sem ég varð fimmtán ára gafst mér kostur á því að ráðast til starfa á síðutogara sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Auðvita var ég einum of ungur í þetta starf en vegna kunningsskapar þá klíkaðist ég þarna um borð sem hálfdrættingur.

Skoðun

Kæru ungu for­eldrar

Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar

Ég og hvaða nýbakaða móðir sem er getur sagt þér að síðustu vikurnar fyrir fæðingu er hvíldin nauðsynleg. Konum er þó ekki tryggður réttur til þessarar hvíldar hér á landi heldur þurfa þær að ganga á veikindarétt sinn undir lok meðgöngunnar, ef þær eru svo heppnar að eiga einhvern veikindarétt eftir þegar að því kemur.

Skoðun

Það besta sem þú gerir fyrir lofts­lagið

Halldór Björnsson skrifar

Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans.

Skoðun

Þú mátt vera afi (og ég má vera amma)

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn.

Skoðun

Orð­fimi ungra menningarsinna

Klara Nótt Egilson skrifar

Ég las áhrifamikinn pistil eftir ungan höfund á vef Vísis í vikunni þar sem höfundur lýsti yfir áhyggjum af því að stór hluti ungra drengja hér á landi gæti ekki lesið sér til gagns eða gamans. Þann sama dag sat ég ráðstefnu Rithöfundasambands Íslands um stöðu bókmennta í Eddu, húsi íslenskunnar, þar sem rætt var hvort nauðsyn væri á að setja íslensk bókalög.

Skoðun

Á­hætta með tekjur af skemmti­ferða­skipum

Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa

Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki.

Skoðun

Fram­bjóð­endur, gerið betur

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna.

Skoðun

Greiðar sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Ólafur Adolfsson skrifar

Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu.

Skoðun

Stuldur um há­bjartan dag

Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar

Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum.

Skoðun

7.500 í­búðir á Reykja­víkur­flug­velli?

Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna.

Skoðun