Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 12. júlí 2025 07:02 Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar