Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir skrifa 11. júlí 2025 13:01 Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun