Skoðun

Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur.

Heyrn er mannréttindi
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með.

Hvernig líður þér í dag?
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum.

Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar.

Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni.

Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október.

Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur.

Skrepp í skimun, október tími umhugsunar
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina.

Er ekki bara best að hætta þessu bulli og kjósa?
Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu.

Sálfræðimeðferð - Mannréttindi eða munaður?
Íslendingar eru á marga mælikvarða í fremstu röð þjóða heims. Þar eru staðtölur um heilbrigði og heilbrigðiskerfið engin undantekning. Lífslíkur Íslendinga eru með því sem hæst gerist í veröldinni, ungbarnadauði er nær óþekktur og jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu er með því besta sem gerist.

Geðheilsa er samfélagsmál
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata.

Sund og kvíði
Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022.

Að bjarga mannslífi
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir.

Sameiginlegt verkefni okkar allra
Í vikunni lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram, nú með nokkrum breytingum sem byggðar eru á góðri þróun, þar sem starfshópur á vegum Lífsbrúar hjá embætti landlæknis hefur tekið til starfa.

Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl.

Dökk heimsmynd Jóhanns Páls
Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun.

Við erum á allt öðrum stað
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.

Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar
Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða.

Fáránlegar hugmyndir
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig.

Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu!
Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra:

Gerum Áslaugu Örnu að formanni Sjálfstæðisflokksins!
Eitt eftirminnilegasta atriði síðari tíma kvikmyndasögu er atriðið í mynd Mary Harron, American Psycho, þar sem söguhetjan, Patrick Bateman, situr sveittur á barmi taugaáfalls yfir nafnspjöldum samverkamanna sinna.

Frá vinnustofum til borðstofa
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu.

Hingað og ekki lengra. En hvað svo?
Þingmaður sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hingað og ekki lengra“. Þar fer hann ófögrum orðum um að langlundargeð hans sé endanlega þrotið gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu. Að framganga VG sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn.

Hvernig líður þér í vinnunni?
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel.

Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%.

Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves)
Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta.

Er meðvirkni kostur?
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur?

Sviptum greiðslumiðlun RAPYD starfsleyfi
Þegar ég stofnaði fyrsta kreditkortafyrirtækið á Íslandi sem ungur maður, óraði mig aldrei fyrir að greiðslumiðlunin sem ég setti á fót myndi áratugum síðar tengjast ofbeldi og hryðjuverkum í mið austurlöndum.

Öryrkjar eiga betra skilið
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur.

Riddarar kærleikans
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel.