Sport

Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur

Arne Slot var að vonum himinlifandi í dag þegar hann ræddi um þá ákvörðun Mohamed Salah að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann sagði félagið hafa lagt mjög mikið á sig til að landa samningi og grínaðist með að það þýddi vanalega að lagðar hefðu verið fram háar fjárhæðir.

Enski boltinn

„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“

Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik.

Körfubolti

„Al­sæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“

Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. 

Handbolti

„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“

Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. 

Handbolti