Sport

Marta mætti og bjargaði Brasilíu

Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu.

Fótbolti

Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans

Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. 

Fótbolti

Þessir þurfa að heilla Amorim

Manchester United á enn eftir að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Að því tilefni fór ESPN yfir hvaða leikmenn þyrftu að heilla þjálfarann Ruben Amorim til að eiga möguleika á að fá mínútur á komandi leiktíð.

Enski boltinn

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Fótbolti

Ís­land mátti þola stórt tap

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Körfubolti

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Fótbolti

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn

Davíð Snær og Guð­laugur Victor lögðu upp mörk

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley.

Fótbolti

Ledecky lenti í vand­ræðum en hélt krúnunni

Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni.

Sport

Hand­tekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra

Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson var handtekin um síðustu helgi fyrir að lemja kærasta sinn á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum. Hún var í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring en hreinsuð af öllum ásökunum eftir að kærastinn neitaði að leggja fram kæru.

Sport

„Erfið og flókin staða“

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir aðstæðurnar sem uppi eru með Alexander Isak vera erfiðar og flóknar, langt frá því sem hann hefði viljað á undirbúningstímabilinu.

Enski boltinn