Sport Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. Íslenski boltinn 21.3.2025 20:05 Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað. Handbolti 21.3.2025 19:51 Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Körfubolti 21.3.2025 19:15 Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla. Fótbolti 21.3.2025 18:42 Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. Enski boltinn 21.3.2025 17:56 „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ „Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti 21.3.2025 17:29 Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli í leik Brasilíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2026 eftir að lent í samstuði við Davinson Sánchez. Fótbolti 21.3.2025 17:01 Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Eftir að hafa verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn tók Jóhann Berg Guðmundsson fullan þátt í æfingu dagsins. Fótbolti 21.3.2025 16:10 Pedersen framlengir við Val Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val. Íslenski boltinn 21.3.2025 15:48 Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. Fótbolti 21.3.2025 14:58 Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Markahrókurinn Chris Wood fékk gult spjald fyrir nokkuð sérstakar sakir í leik Nýja-Sjálands og Fídjí í undankeppni HM 2026. Fótbolti 21.3.2025 14:17 Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Fótbolti 21.3.2025 13:30 Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 21.3.2025 13:00 Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Arnar Gunnlaugsson hefur kallað Jóhann Berg Guðmundsson inn í íslenska landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 21.3.2025 12:34 Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21.3.2025 12:03 Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Gunnar Nelson steig á vigtina í London í morgun og venju samkvæmt var hann ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd. Sport 21.3.2025 11:33 LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 21.3.2025 11:00 Sjáðu níu pílna leik Littlers Heimsmeistarinn Luke Littler náði svokölluðum níu pílna leik í úrslitaleiknum á sjöunda keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Cardiff í gær. Sport 21.3.2025 10:33 Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir. Körfubolti 21.3.2025 10:33 Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Íslenski boltinn 21.3.2025 10:10 Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Formúla 1 21.3.2025 10:01 Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Panama-menn gjörsamlega ærðust af fögnuði og hópuðust einhverra hluta vegna að frönsku goðsögninni Thierry Henry þegar þeir unnu hádramatískan sigur gegn Bandaríkjunum í gærkvöld. Fótbolti 21.3.2025 09:31 Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Íslenski boltinn 21.3.2025 09:00 Alveg hættur í fýlu við Heimi Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Fótbolti 21.3.2025 08:33 „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Fótbolti 21.3.2025 08:02 Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Fótbolti 21.3.2025 07:31 Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær. Íslenski boltinn 21.3.2025 07:00 Dagskráin í dag: Þjóðadeildin, Lengjubikarinn og minnibolti Fjörugur föstudagur er framundan í Besta Sætinu. Fjölbreytta dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone, meðal annars leiki í Þjóðadeildinni, Lengjubikarnum og bikarkeppni yngri flokka í körfubolta. Sport 21.3.2025 06:02 „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi. Fótbolti 20.3.2025 23:11 „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. Fótbolti 20.3.2025 22:26 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 334 ›
Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. Íslenski boltinn 21.3.2025 20:05
Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað. Handbolti 21.3.2025 19:51
Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Körfubolti 21.3.2025 19:15
Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla. Fótbolti 21.3.2025 18:42
Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. Enski boltinn 21.3.2025 17:56
„Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ „Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti 21.3.2025 17:29
Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli í leik Brasilíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2026 eftir að lent í samstuði við Davinson Sánchez. Fótbolti 21.3.2025 17:01
Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Eftir að hafa verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn tók Jóhann Berg Guðmundsson fullan þátt í æfingu dagsins. Fótbolti 21.3.2025 16:10
Pedersen framlengir við Val Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val. Íslenski boltinn 21.3.2025 15:48
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. Fótbolti 21.3.2025 14:58
Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Markahrókurinn Chris Wood fékk gult spjald fyrir nokkuð sérstakar sakir í leik Nýja-Sjálands og Fídjí í undankeppni HM 2026. Fótbolti 21.3.2025 14:17
Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Fótbolti 21.3.2025 13:30
Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 21.3.2025 13:00
Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Arnar Gunnlaugsson hefur kallað Jóhann Berg Guðmundsson inn í íslenska landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 21.3.2025 12:34
Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21.3.2025 12:03
Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Gunnar Nelson steig á vigtina í London í morgun og venju samkvæmt var hann ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd. Sport 21.3.2025 11:33
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 21.3.2025 11:00
Sjáðu níu pílna leik Littlers Heimsmeistarinn Luke Littler náði svokölluðum níu pílna leik í úrslitaleiknum á sjöunda keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Cardiff í gær. Sport 21.3.2025 10:33
Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir. Körfubolti 21.3.2025 10:33
Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Íslenski boltinn 21.3.2025 10:10
Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Formúla 1 21.3.2025 10:01
Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Panama-menn gjörsamlega ærðust af fögnuði og hópuðust einhverra hluta vegna að frönsku goðsögninni Thierry Henry þegar þeir unnu hádramatískan sigur gegn Bandaríkjunum í gærkvöld. Fótbolti 21.3.2025 09:31
Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Íslenski boltinn 21.3.2025 09:00
Alveg hættur í fýlu við Heimi Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Fótbolti 21.3.2025 08:33
„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Fótbolti 21.3.2025 08:02
Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Fótbolti 21.3.2025 07:31
Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær. Íslenski boltinn 21.3.2025 07:00
Dagskráin í dag: Þjóðadeildin, Lengjubikarinn og minnibolti Fjörugur föstudagur er framundan í Besta Sætinu. Fjölbreytta dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone, meðal annars leiki í Þjóðadeildinni, Lengjubikarnum og bikarkeppni yngri flokka í körfubolta. Sport 21.3.2025 06:02
„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi. Fótbolti 20.3.2025 23:11
„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. Fótbolti 20.3.2025 22:26