Viðskipti erlent Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur netbankans/verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank. Viðskipti erlent 3.12.2009 09:35 Álverðið komið í 2.130 dollara í London, hrávörur hækka Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.130 dollara tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London í morgun. Hefur verðið á áli ekki verið hærra á þessu ári og raunar ekki hærra síðan um mitt sumar í fyrra. Viðskipti erlent 3.12.2009 08:36 Gjaldþrotatölur í Danmörku versna, met slegið í nóvember Alls urðu 599 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í nóvember og hafa gjaldþrot þar í landi ekki verið fleiri í einum mánuði áður. Fjöldinn slær metið sem sett var í desember í fyrra þegar 596 fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota. Viðskipti erlent 2.12.2009 15:23 Breskir stórmarkaðir komnir í kampavínsstríð Breskir stórmarkaðir eru komnir í verðstríð á kampavíni nú þegar jólaösin er farin í gang af alvöru. Waitrose, Sainsbury´s og Co-op hafa allir tilkynnt um allt að 50% afslátt á því kampavíni sem þessir stórmarkaðir hafa til sölu. Viðskipti erlent 2.12.2009 13:45 Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra. Viðskipti erlent 2.12.2009 12:48 ESB boðar aðgerðir gegn svindli með loftlagskvóta Umhverfisráð Evrópubandalagsins ECOFIN mun á næstunni leggja fram tillögur um hvernig sé best að berjast gegn umfangsmiklu svindli með virðisaukaskatt í tengslum við viðskipti með loftslagskvóta einkum CO2-kvóta. Viðskipti erlent 2.12.2009 11:18 Stórblað: Þarft MBA gráðu til að skilja eignarhaldið á West Ham Bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times skýrir frá því í nýlegri umfjöllun um eignarhald á liðum í ensku úrvalsdeildinni að maður þurfi að hafa MBA gráðu í viðskiptum til að skilja eignarhaldið á West Ham. Viðskipti erlent 2.12.2009 10:10 Íslenskt bankahrun sameinar breska fasteignasjóði Samningaviðræður milli tveggja stórra fasteignasjóða (building societies) í Bretlandi um sameiningu þeirra eru nú langt á veg komnar og allar líkur á að af þessu verði samkvæmt frétt á BBC. Sjóðirnir eru Yorkshire og Chelsea building societies og eiga það sammerkt að hafa tapað miklum fjárhæðum á íslenska bankahruninu á síðasta ári. Viðskipti erlent 2.12.2009 09:44 Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta. Viðskipti erlent 2.12.2009 00:00 Nasdaq OMX Nordic velti 388 milljörðum á dag í nóvember Meðalvirði viðskipta á dag í nóvember með hlutabréf Í Nasdaq OMX Nordic kauphöllunum var 388.2 milljarðar króna, miðað við 390.0 milljarða króna að jafnaði síðustu 12 mánuði. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:45 Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:31 Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. Viðskipti erlent 1.12.2009 11:15 Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%. Viðskipti erlent 1.12.2009 10:29 Hrunið heldur áfram í Dubai, nær 20% tapast á 2 dögum Hrunið í kauphöllinni í Dubai heldur áfram í morgun og hefur vísitalan á FTSE Nasadaq Dubai nú fallið um nær 20% á tveimur dögum. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:45 Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:25 Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Viðskipti erlent 1.12.2009 06:00 Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi. Viðskipti erlent 30.11.2009 07:43 Bjarga ekki Saab Sænska ríkisstjórn hyggst ekki koma Saab bílaverksmiðjunum til aðstoðar með sérstökum björgunaraðgerðum. Fyrirtekið stendur afar illa og er nánast gjaldþrota. Fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að almennafé verði notað með þeim hætti. Viðskipti erlent 29.11.2009 16:04 Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546. Viðskipti erlent 27.11.2009 14:41 Bandaríska myntsláttan uppiskroppa með gullmynt Óseðjandi eftirspurn eftir gulli undanfarnar vikur og mánuði hefur gert það að verkum að bandaríska myntsláttan U.S. Mint er orðin uppskroppa með gullmyntina American Eagle. Mynt þessi er ein hin vinsælasta á markaðinum en hún vegur eina únsu. Viðskipti erlent 27.11.2009 13:40 Tíu villtustu verkefnin í Dubai Fjármálamarkaðir um allan heim nötra nú af skelfingu yfir þróuninni í Dubai og hinir svartsýnustu telja að erfiðleikar þessa smáríkis séu upphafið að nýrri fjármálakreppu í heiminum. Bólan er sprungin í Dubai en þar hefur ekkert skort á brjálæðislegar byggingar og fasteignaverkefni á síðustu árum. Hér er listi yfir 10 villtustu verkefnin sem Jyllands Posten hefur tekið saman. Viðskipti erlent 27.11.2009 09:59 Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972. Viðskipti erlent 27.11.2009 08:45 Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53 Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58 Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09 E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19 Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59 Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59 FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07 Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur netbankans/verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank. Viðskipti erlent 3.12.2009 09:35
Álverðið komið í 2.130 dollara í London, hrávörur hækka Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.130 dollara tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London í morgun. Hefur verðið á áli ekki verið hærra á þessu ári og raunar ekki hærra síðan um mitt sumar í fyrra. Viðskipti erlent 3.12.2009 08:36
Gjaldþrotatölur í Danmörku versna, met slegið í nóvember Alls urðu 599 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í nóvember og hafa gjaldþrot þar í landi ekki verið fleiri í einum mánuði áður. Fjöldinn slær metið sem sett var í desember í fyrra þegar 596 fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota. Viðskipti erlent 2.12.2009 15:23
Breskir stórmarkaðir komnir í kampavínsstríð Breskir stórmarkaðir eru komnir í verðstríð á kampavíni nú þegar jólaösin er farin í gang af alvöru. Waitrose, Sainsbury´s og Co-op hafa allir tilkynnt um allt að 50% afslátt á því kampavíni sem þessir stórmarkaðir hafa til sölu. Viðskipti erlent 2.12.2009 13:45
Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra. Viðskipti erlent 2.12.2009 12:48
ESB boðar aðgerðir gegn svindli með loftlagskvóta Umhverfisráð Evrópubandalagsins ECOFIN mun á næstunni leggja fram tillögur um hvernig sé best að berjast gegn umfangsmiklu svindli með virðisaukaskatt í tengslum við viðskipti með loftslagskvóta einkum CO2-kvóta. Viðskipti erlent 2.12.2009 11:18
Stórblað: Þarft MBA gráðu til að skilja eignarhaldið á West Ham Bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times skýrir frá því í nýlegri umfjöllun um eignarhald á liðum í ensku úrvalsdeildinni að maður þurfi að hafa MBA gráðu í viðskiptum til að skilja eignarhaldið á West Ham. Viðskipti erlent 2.12.2009 10:10
Íslenskt bankahrun sameinar breska fasteignasjóði Samningaviðræður milli tveggja stórra fasteignasjóða (building societies) í Bretlandi um sameiningu þeirra eru nú langt á veg komnar og allar líkur á að af þessu verði samkvæmt frétt á BBC. Sjóðirnir eru Yorkshire og Chelsea building societies og eiga það sammerkt að hafa tapað miklum fjárhæðum á íslenska bankahruninu á síðasta ári. Viðskipti erlent 2.12.2009 09:44
Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta. Viðskipti erlent 2.12.2009 00:00
Nasdaq OMX Nordic velti 388 milljörðum á dag í nóvember Meðalvirði viðskipta á dag í nóvember með hlutabréf Í Nasdaq OMX Nordic kauphöllunum var 388.2 milljarðar króna, miðað við 390.0 milljarða króna að jafnaði síðustu 12 mánuði. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:45
Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:31
Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. Viðskipti erlent 1.12.2009 11:15
Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%. Viðskipti erlent 1.12.2009 10:29
Hrunið heldur áfram í Dubai, nær 20% tapast á 2 dögum Hrunið í kauphöllinni í Dubai heldur áfram í morgun og hefur vísitalan á FTSE Nasadaq Dubai nú fallið um nær 20% á tveimur dögum. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:45
Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:25
Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Viðskipti erlent 1.12.2009 06:00
Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi. Viðskipti erlent 30.11.2009 07:43
Bjarga ekki Saab Sænska ríkisstjórn hyggst ekki koma Saab bílaverksmiðjunum til aðstoðar með sérstökum björgunaraðgerðum. Fyrirtekið stendur afar illa og er nánast gjaldþrota. Fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að almennafé verði notað með þeim hætti. Viðskipti erlent 29.11.2009 16:04
Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546. Viðskipti erlent 27.11.2009 14:41
Bandaríska myntsláttan uppiskroppa með gullmynt Óseðjandi eftirspurn eftir gulli undanfarnar vikur og mánuði hefur gert það að verkum að bandaríska myntsláttan U.S. Mint er orðin uppskroppa með gullmyntina American Eagle. Mynt þessi er ein hin vinsælasta á markaðinum en hún vegur eina únsu. Viðskipti erlent 27.11.2009 13:40
Tíu villtustu verkefnin í Dubai Fjármálamarkaðir um allan heim nötra nú af skelfingu yfir þróuninni í Dubai og hinir svartsýnustu telja að erfiðleikar þessa smáríkis séu upphafið að nýrri fjármálakreppu í heiminum. Bólan er sprungin í Dubai en þar hefur ekkert skort á brjálæðislegar byggingar og fasteignaverkefni á síðustu árum. Hér er listi yfir 10 villtustu verkefnin sem Jyllands Posten hefur tekið saman. Viðskipti erlent 27.11.2009 09:59
Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972. Viðskipti erlent 27.11.2009 08:45
Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53
Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58
Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09
E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19
Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59
Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59
FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07
Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52