Viðskipti innlent

Stytta sér leið með kaupunum á Lumina

Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Viðskipti innlent

Tryggingatrampólínið fékk að fjúka

Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári.

Viðskipti innlent

Hopp vill leigja út bíla

Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól.

Viðskipti innlent

Þóra fer frá Icelandair yfir til Play

Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 

Viðskipti innlent

Maríjon snýr aftur í einkageirann

Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin til almannatengslafyrirtækisins Kvis og kemur til með að sinna fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvis.

Viðskipti innlent

Afkoma þriggja banka 24 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú allir skilað uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður þeirra er 17,2 milljarðar króna samanborið við sjö milljarða tap á sama tíma í fyrra.  Landsbankinn skilar mestum hagnaði eða 7,6 milljörðum, Arion banki 6 milljörðum og Íslandsbanki 3,6 milljörðum króna. 

Viðskipti innlent