Viðskipti

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. 

Viðskipti innlent

Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni

Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki.

Atvinnulíf

Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn

Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli.

Viðskipti

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Viðskipti innlent

Fyrir­ætlanir ESB setji stöðu Ís­lands í hættu

Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 

Viðskipti innlent

Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna

Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag.

Viðskipti innlent

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf