Viðskipti

Fá dæmisögur úr atvinnulífinu beint í æð

„Hvaða störf verða til á morgun og hver er framtíðarsýnin? Hvaða þörf er að verða til á vinnumarkaðnum? Um 80% þeirra sem sækja námskeið hjá okkur eru með háskólagráður og um helmingur með mastersgráðu eða MBA. Við keyrum sterkt á slagorðinu „menntun fyrir tækifæri framtíðarinnar“ og leggjum áherslu á hvernig við getum þjálfað fólk á vinnumarkaði til að efla sig í starfi eða finna nýjan farveg í atvinnulífinu,“ útskýrir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias en Akademias býður úrval námskeiða þar sem eru klæðskerasniðin að íslensku atvinnulífi.

Samstarf

Hafa keypt Stein­smiðjuna Rein

Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík.

Viðskipti innlent

Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi

Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum.

Viðskipti innlent

Loppu­markaðir hækka þóknun á seldum vörum

Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg.

Neytendur

Ástríða fyrir velgengni annarra

Í dag hafa 34.267 einstaklingar útskrifast af námskeiðum Dale Carnegie sem samsvarar um 10% þjóðarinnar og þá er ótalið þúsundir annarra sem hafa komið á vinnustofur og styttri atburði. Óhætt er að fullyrða að ekkert annað land státi af viðlíka tölfræði. Vörumerkið hefur verið þekkt hér á landi svo árum skiptir er færri vita hvaða teymi knýr eldmóðinn sem skapað hefur þessa velgengni.

Samstarf

Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“

„Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn.

Atvinnulíf

Hætta á að launa­hækkanir verði notaðar sem tylli­á­stæða fyrir verð­hækkanir

Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Neytendur

Lagði Adidas í deilu um rendurnar

Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum.

Viðskipti erlent

SA kom ekki ná­lægt samningum við verk­fræðinga

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að SA hafi ekki á nokkurn hátt komið að kjarasamningnum sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerðu í desember við FRV, félag ráðgjafarverkræðinga.

Viðskipti innlent

Sví­ar sitj­a kannsk­i á mik­il­væg­ust­u námu Evróp­u

Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti erlent

Skatta­málum Sam­herja lokið með sátt

Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Viðskipti innlent