Viðskipti

Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar

Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante.

Viðskipti innlent

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Viðskipti innlent

Mountain Dew í dósum snýr aftur

Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. 

Viðskipti innlent

Jólin láta á sér kræla í Costco

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Neytendur

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur

Sam­­kaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent

Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta.

Neytendur

Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum.

Viðskipti erlent