Viðskipti

Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“

Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna.

Neytendur

Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið

„It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu.

Neytendur

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent

Engar pappa­skeiðar með skyri frá MS í Hollandi

Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við.

Viðskipti innlent

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Viðskipti innlent