Viðskipti

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Viðskipti innlent

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Viðskipti innlent

SFF viðurkennir brot og greiðir tuttugu milljóna sekt

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem viðurkennd eru brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa samtökin fallist á að greiða 20 milljónir króna í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotið endurtaki sig.

Viðskipti innlent

Festi kaup á einni dýrustu íbúð sem selst hefur á Ís­landi

Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, hefur keypt 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði.

Viðskipti innlent

Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag.

Viðskipti innlent

Fast­eigna­mar­tröð sem endaði far­sæl­lega

Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum.

Viðskipti innlent

N1 og Dropp afhenda vörur frá Boozt

N1 hefur hafið afhendingar á vörum frá sænsku netversluninni Boozt í samstarfi við Dropp og geta viðskiptavinir Boozt nú nálgast sendingar á öllum þjónustustöðvum N1 um land allt. Við pöntun geta viðskiptavinir valið úr afhendingarstöðum Dropp þegar pantað er í netverslun Boozt og að sama skapi býðst viðskiptavinum að skila vörum frá Boozt á allar þjónustustöðvar N1.

Samstarf

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Neytendur

Skortur á brotajárni í Evrópu og verðið hækkar

„Verð á brotajárni hefur aldrei verið eins hátt og það er núna. Við fylgjumst vel með heimsmarkaðsverði og viljum bregðast við og höfum því hækkað verðið hjá okkur um 150% . Kílóverðið er 20 krónur og því heilmikil verðmæti í brotajárni og ónýtum heimilistækjum eins og þvottavélum, þurrkurum og eldavélum,“ segir Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málmaendurvinnslunnar.

Samstarf

Að fara á trúnó í vinnunni

Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina.

Atvinnulíf

Fjölmenni á fyrirlestri pólfarans Börge Ousland

Norðmaðurinn Börge Ousland einn fremsti pólfari nútímans sagði í máli og myndum frá mögnuðum ferðum sínum á miðvikudagskvöldið var á fyrirlestri á Hilton Nordica. Nær 400 gestir voru mættir til að hlýða á Börge.

Samstarf